Veikburða vísindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. október 2017 06:00 Hálf öld er liðin síðan stórhuga hópur einstaklinga hóf umfangsmikla söfnun heilbrigðisupplýsinga undir merkjum Hjartaverndar. Reykjavíkurrannsóknin svokallaða náði til 19 þúsund manns af báðum kynjum á aldrinum 34 til 60 ára. Þessar upplýsingar voru fyrstu tölvuskráðu sjúkragögnin á Íslandi. Rannsóknin var einstakt verkefni sem átti eftir að halda áfram næstu áratugi. Eftirlifandi þátttakendur, tæplega sex þúsund manns, tóku síðar þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar árið 2002. Þetta mikla gagnasafn hefur varpað einstöku ljósi á heilsufar þjóðarinnar. Það hefur jafnframt verið öflugt vopn í árangursríkri baráttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Einsleitni og smæð íslensku þjóðarinnar gera það að verkum að tiltölulega auðvelt er að ráðast í rannsóknir sem þessar. Síðan árið 1967 hefur verið ráðist í nokkur slík verkefni, oft með góðum árangri. Lýðheilsuátök eins og að útrýma HIV eða lifrarbólgu C eru möguleg hér, ef viljinn er fyrir hendi. Og við erum á réttri leið með að ná þessum markmiðum. Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi. Í ljósi tækniframfara og samstarfs vísindamanna þvert á landamæri, þá er það einmitt núna, á þessum tímapunkti, sem við ættum að stórefla vísindi á Íslandi. Eins og stjórn Vísindafélags Íslendinga minnti á hérna á skoðanasíðum Fréttablaðsins á dögunum þá er ný stefna Vísinda- og tækniráðs fyrir árin í 2017-2019 ekki neinum tengslum við raunveruleikann sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi. Hún „endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu“. Það hefur í raun verið tilfellið undanfarin ár. Stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem alla jafna er metnaðarfull, er sjaldan fylgt. Loforð um að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái þremur prósentum af landsframleiðslu hafa ítrekað verið svikin (tvö prósent 2016, 2,17 prósent 2015). Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi. Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Hálf öld er liðin síðan stórhuga hópur einstaklinga hóf umfangsmikla söfnun heilbrigðisupplýsinga undir merkjum Hjartaverndar. Reykjavíkurrannsóknin svokallaða náði til 19 þúsund manns af báðum kynjum á aldrinum 34 til 60 ára. Þessar upplýsingar voru fyrstu tölvuskráðu sjúkragögnin á Íslandi. Rannsóknin var einstakt verkefni sem átti eftir að halda áfram næstu áratugi. Eftirlifandi þátttakendur, tæplega sex þúsund manns, tóku síðar þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar árið 2002. Þetta mikla gagnasafn hefur varpað einstöku ljósi á heilsufar þjóðarinnar. Það hefur jafnframt verið öflugt vopn í árangursríkri baráttu gegn hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Einsleitni og smæð íslensku þjóðarinnar gera það að verkum að tiltölulega auðvelt er að ráðast í rannsóknir sem þessar. Síðan árið 1967 hefur verið ráðist í nokkur slík verkefni, oft með góðum árangri. Lýðheilsuátök eins og að útrýma HIV eða lifrarbólgu C eru möguleg hér, ef viljinn er fyrir hendi. Og við erum á réttri leið með að ná þessum markmiðum. Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi. Í ljósi tækniframfara og samstarfs vísindamanna þvert á landamæri, þá er það einmitt núna, á þessum tímapunkti, sem við ættum að stórefla vísindi á Íslandi. Eins og stjórn Vísindafélags Íslendinga minnti á hérna á skoðanasíðum Fréttablaðsins á dögunum þá er ný stefna Vísinda- og tækniráðs fyrir árin í 2017-2019 ekki neinum tengslum við raunveruleikann sem blasir við í íslensku vísindaumhverfi. Hún „endurspeglar heldur ekki mikinn metnað fyrir hönd vísinda, tækni og menntunar í landinu“. Það hefur í raun verið tilfellið undanfarin ár. Stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem alla jafna er metnaðarfull, er sjaldan fylgt. Loforð um að fjárframlög til rannsókna- og þróunar nái þremur prósentum af landsframleiðslu hafa ítrekað verið svikin (tvö prósent 2016, 2,17 prósent 2015). Við erum enn eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við þegar fjárframlög til vísinda eru skoðuð. Þannig er undarlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið vísindi og rannsóknir hafa fært okkur, hve lítið fer fyrir vísindum í yfirstandandi kosningabaráttu. Vísindi ber varla á góma í umræðuþáttum og viðtölum við þá sem falast eftir trausti kjósenda til að tryggja áframhaldandi velsæld og framfarir hér á landi. Rétt eins og við gerðum í október árið 1967 þá þurfum við að tryggja vísindamönnum stöðuga og öfluga innviði og umhverfi fyrir vísindastörf. Núverandi stefna í þessum mikilvægu málum er ekki til þess fallin að blása íslenskum vísindamönnum eldmóð í brjóst. Því fer fjarri.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun