Fyrr í dag gáfu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum frá sér yfirlýsingu um að falsaðar undirskriftir á framboðslistum tveggja framboða hefðu verið tilkynntar til lögreglu. Hinn flokkurinn var Íslenska þjóðfylkingin.
Sjá einnig: Tilkynna falsaðar undirskriftir hjá tveimur flokkum til lögreglu
Í tilkynningu á Facebook-síðu Miðflokksins segir að meðmælendalistar flokksins í báðum kjördæmum Reykjavíkur hafi verið talin fullgild og samþykkt. Flokkurinn muni bjóða fram í öllum kjördæmum.