Ólafur Karl Finsen hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu.
Hann var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á blaðamannafundi á Hlíðarenda nú rétt í þessu. Samningur Ólafs er til þriggja ára.
Ólafur Karl kemur frá Stjörnunni, en hann hefur leikið með Garðbæingum frá því árið 2010. Valur reyndi að fá hann til liðs við sig í sumarglugganum, en án árangurs.
Ólafur sleit krossband í byrjun tímabilsins 2016, en spilaði í 12 leikjum Stjörnunnar í sumar og skoraði eitt mark.
Valsmenn tilkynntu einnig að von er á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstu dögum.
Ólafur Karl orðinn Valsari

Tengdar fréttir

Ólafur Karl Finsen stígur til hliðar úr bæjarpólitíkinni
Leikmaður Stjörnunnar var á níunda sæti Lista Fólksins í bænum fyrir síðustu sveitatjórnarkosningar.

Ólafur Karl með slitið krossband
Verður ekki meira með Stjörnunni á tímabilinu eftir skelfileg meiðsli.

Óli Kalli fór í Blikatreyjuna | Myndband
Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen gantaðist með stuðningsmönnum Blika í kvöld.