Erlent

Bein útsending: Vísindamenn kynna nýja uppgötvun með þyngdarbylgjum

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyngdarbylgjur verða til við samruna tröllaukinna fyrirbæra eins og svarthola.
Þyngdarbylgjur verða til við samruna tröllaukinna fyrirbæra eins og svarthola. Vísir/AFP
Ný uppgötvun sem tengist þyngdarbylgjum, gammablossum og uppruna frumefna eins og gulls verður kynnt á blaðamannafundi kl. 14. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar við Háskóla Íslands, Páll Jakobsson og Guðlaugur Jóhannesson, tóku þátt í mælingunum, að því er segir í tilkynningu frá Sævari Helga Bragasyni, tengiliði Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO).

Tilvist þyngdarbylgna var staðfest í byrjun síðasta árs eftir mælingar sem voru gerðar haustið 2015. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem myndast með árekstur gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola og nifteindastjarna. Albert Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra fyrir hundrað árum.

Þrír stjarneðlisfræðingar hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr í þessum mánuði vegna uppgötvunarinnar á þyngdarbylgjum.

Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu á vegum ESO hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×