Nýjar og skapandi áherslur í heilsugæslu Óttarr Proppé skrifar 16. október 2017 07:00 Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öflug heilsugæsluþjónusta er máttarstólpi góðrar heilbrigðisþjónustu og það er áríðandi að halda áfram að styrkja heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra hef ég lagt áherslu á að efla heilsugæsluna meðal annars með því að halda áfram að fjölga nýjum faghópum heilbrigðisstétta í framlínu þjónustunnar. Það hefur gengið mjög vel að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu um land allt. Næsti áfangi er að bæta sálfræðiþjónustu við fullorðna og þar verður bætt verulega í á næstu misserum samkvæmt geðheilbrigðisáætlun og fjármálaáætlun. Til að bæta enn frekar þjónustu heilsugæslunnar liggur fyrir í fjármálaáætlun að fjölga næringarfræðingum og sjúkraþjálfurum til þess að mæta þörfum einstaklinga t.d. vegna lífsstílsvanda eða stoðkerfisvanda. Fyrsti áfanginn hér er þróunarverkefni um þjónustu næringarfræðinga á nokkrum heilsugæslustöðvum. Enn einn liður til að bæta upplýsingar og aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar er ný gagnvirk heimasíða www.heilsuvera.is með upplýsingum um ýmis heilbrigðismál og ráðgjöf um þjónustuna sem í boði er. Síðan er síkvik og í stöðugri þróun og mun bæta verulega upplýsingaflæði til einstaklinga og ráðgjöf um kerfið sem mikið hefur verið kallað eftir undanfarið. Heilsugæslustöðvar hérlendis voru fyrst settar á um miðjan níunda áratuginn og fylgdu alþjóðlegri þróun um aukna áherslu á forvarnir, heilsugæslu og eflingu lýðheilsu. Ég hef sem heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að fylgja þessari þróun eftir með enn þá meiri áherslu á heildræna nálgun, þjónustu sem veitt er af þverfaglegu teymi, með því að nýta mun betur rafræna upplýsingamiðlun og margs konar möguleika fjarheilbrigðisþjónustu. Með aukinni áherslu á rafræn samskipti og nýtingu tækni til meðferðar og upplýsingamiðlunar má til dæmis bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu í gegnum samskipti á vefnum og ráðgjöf til einstaklinga í heimahúsi. Mörg verkefni á þessu sviði eru nú þegar hluti af heilbrigðisþjónustunni og í nýrri fjármálaáætlun eru áform um enn frekari þróun á þessu sviði sem bætir gæði þjónustunnar og eflir möguleika einstaklinganna til heilsueflingar og bættra lífsgæða.Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun