Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Anton Egilsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. október 2017 14:12 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan. Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira