Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 76.-77. sæti á Keb Hana mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi sem kláraðist í nótt.
Ólafía lék fjórða og síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á mótinu samtals á 14 höggum yfir pari.
Hringurinn í nótt var nokkuð stöðugur hjá Ólafíu, en hún fór þrettán holur á pari. Hún náði sér í tvo fugla en fékk einnig tvo skolla og einn skramba.
Ólafía fellur um eitt sæti á peningalista LPGA mótaraðarinnar með þessum úrslitum, úr því 82. í 83. sætið. 100 efstu kylfingarnir fá þáttökurétt á mótaröðinni á næsta ári, svo Ólafía er enn í góðum málum þar þrátt fyrir slæm úrslit um helgina.
Sigurvegari mótsins var hin Suður-Kóreska Jin Young Ko, en hún lauk leik á 19 höggum undir pari. Heimakonur frá Suður-Kóreu vermdu fyrstu þrjú sæti mótsins.
Næsta mót mótaraðarinnar er Swinging Skirts mótið í Taiwan sem fram fer um næstu helgi og verður Ólafía á meðal keppenda þar.
