Domino's Körfuboltakvöld: Sitja uppi með Sigtrygg og Pétur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 13:00 Góður leikmannahópur Tindastóls var mikið á milli tannanna hjá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds á föstudagskvöldið. Liðið er með tvo sterka leikstjórnendur, þá Sigtrygg Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson.Sjá einnig: Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Fyrstu þrír leikhlutarnir í opnunarleiknum á móti ÍR bentu til þess að þeir næðu vel saman, en annað var uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar liðið marði sigur á Val. „Báðir eru að reyna að setja upp og þeir eru í töluverðum vandræðum á móti frábærum varnarleik Valsmanna í byrjun leiks,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn spekinga þáttarins. Tölfræði drengjanna var ekki góð, þá sérstaklega Péturs, en hann var aðeins með einn framlagspunkt í leiknum og hitti ekkert af 10 þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn á móti Val var þriðji sigurleikur Sigtryggs á árinu. „Mér finnst rosalega skrítið að þessir tveir leikmenn skuli vera á sama stað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég heyrði það reyndar að Tindastóll hafi verið búnir að semja við Sigtrygg af því þeir héldu að Pétur væri að fara og hefðu ekki gert það að öðrum kosti. Nú sitja þeir uppi með þá báða.“ „Sitja þeir uppi með þá?“ greip Kristinn þá inn í. „Hvað ertu að tala um? Þeir sitja ekkert uppi með þá. Þetta er þvæla.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Góður leikmannahópur Tindastóls var mikið á milli tannanna hjá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds á föstudagskvöldið. Liðið er með tvo sterka leikstjórnendur, þá Sigtrygg Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson.Sjá einnig: Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Fyrstu þrír leikhlutarnir í opnunarleiknum á móti ÍR bentu til þess að þeir næðu vel saman, en annað var uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar liðið marði sigur á Val. „Báðir eru að reyna að setja upp og þeir eru í töluverðum vandræðum á móti frábærum varnarleik Valsmanna í byrjun leiks,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn spekinga þáttarins. Tölfræði drengjanna var ekki góð, þá sérstaklega Péturs, en hann var aðeins með einn framlagspunkt í leiknum og hitti ekkert af 10 þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn á móti Val var þriðji sigurleikur Sigtryggs á árinu. „Mér finnst rosalega skrítið að þessir tveir leikmenn skuli vera á sama stað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég heyrði það reyndar að Tindastóll hafi verið búnir að semja við Sigtrygg af því þeir héldu að Pétur væri að fara og hefðu ekki gert það að öðrum kosti. Nú sitja þeir uppi með þá báða.“ „Sitja þeir uppi með þá?“ greip Kristinn þá inn í. „Hvað ertu að tala um? Þeir sitja ekkert uppi með þá. Þetta er þvæla.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00
Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30
Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45