„Reykjavík. Takk kærlega fyrir að hafa mætt og sýnt ást. Við sáum meira að segja norðurljósin!“ segir Zara og hnykkir svo á því að næstu tónleikar hennar verði haldnir í Belfast á Norður-Írlandi á sunnudag. Segist hún vonast til að sjá sem flesta þar.
Söngkonan hóf tónleikana í gær á því að flytja lagið Never Forget You, en myndband lagsins var einmitt tekið upp hér á landi. Fyrir tónleikana skellti Zara sér ásamt vinkonum sínum í Bláa lónið líkt og Vísir greindi frá í gær.
Sjá má Instagram-færslu Zöru að neðan.