Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 06:32 Rose McGowan er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream. Vísir/Getty Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Leikkonan Rose McGowan segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein hafa nauðgað sér. Bætist hún þar í hóp fjölda kvenna sem stigið hafa fram á síðustu dögum og lýst framferði Weinstein. Hún er jafnframt fjórða konan sem sakar hann um nauðgun. Áður hafði The New Yorker greint frá þremur ásökunum; einni frá leikkonunni Lucia Evans, ásökun hinnar ítölsku Asia Argento og frá einni sem vildi ekki að nafns hennar yrði getið. Sjá einnig: Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi CNN hafði samband við talsmann Weinstein sem tjáði sig ekki um málið að öðru leyti en að hann neitaði áfram öllum ásökunum. McGowan, sem þekkt er fyrir leik sinn í þáttunum Charmed og kvikmyndum á borð við Scream, Death Proof og Black Dahlia, sagði frá nauðguninni á Twitter-síðu og beindi orðum sínum að Jeff Bezos, forstjóra Amazon. 1) @jeffbezos I told the head of your studio that HW raped me. Over & over I said it. He said it hadn't been proven. I said I was the proof.— rose mcgowan (@rosemcgowan) October 12, 2017 Í tístinu segist hún hafa sagt samstarfsmanni Bezos ítrekað frá nauðguninni sem vísaði henni á bug. Amazon hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla ytra. Yfirmaður kvikmyndavers fyrirtækisins, Roy Price, var þó sendur strax í ótímabundi leyfið í gær eftir að samstarfskona hans Isa Hackett, sakaði hann um að hafa áreitt sig árið 2015. McGowan hefur ítrekað á síðastliðnu ári greint frá því að sér hafi verið nauðgað af kvikmyndaframleiðanda án þess þó að nafngreina hann. New York Times greindi síðar frá því að árið 1997 hafi hún þegið 100 þúsund dala sáttagreiðslu frá Weinstein. Úr orðalagi sáttarinnar mætti þó ekki lesa hvers konar brot var um að ræða eða að Weinstein féllist á að hann hafi brotið af sér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44