Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira