Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. október 2017 19:30 Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu. Ragnheiður K. Jóhannesdóttir var greind með endómetríósu, eða legslímuflakk, fyrir um fimm árum. Sjúkdómurinn orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frumurnar skila sér ekki úr líkamanum við blæðingar. Þegar Ragnheiður var greind hafði hún þjáðst í 27 ár og jafnan talað fyrir daufum eyrum í heilbrigðiskerfinu. „Ég var búin að ganga á milli lækna, alls konar lækna," segir hún. Fyrir sex vikum var Ragnheiður greind með æxli í ristli og talið var líklegt að um krabbamein væri að ræða. Var hún því umsvifalaust drifin í aðgerð. „Ég var sem sagt í aðgerð fyrir níu dögum síðan þar sem ristillinn var klipptur í tvennt og styttur og æxlið var tekið," segir hún. Ragnheiður segir mikinn mun á viðmótinu sem hún mætti þegar hún var talin krabbameinssjúklingur. Þá hafi heilbrigðiskerfið loksins virkað sem skildi. „Þetta var bara algjörlega til fyrirmyndar og það sem ég skil ekki er af hverju það getur ekki verið þannig fyrir allar tegundir af sjúkdómum. Ekki bara krabbamein," segir hún. Langur greiningartími hafi gert það að verkum að hún gat ekki leitað sér viðeigandi læknismeðferðar á réttum tíma. „Ég er búin að missa nokkur líffæri sem endómetríósa hefur bara eyðilagt. Hluta úr ristli þar á meðal. Tapað öllu sem ég hef átt, það er dýrt að vera veikur á Íslandi," segir Ragnheiður. Formaður samtaka um endómetríósu segir reynslusögur margra kvenna svipaðar. „Langur greiningartími gefur sjúkdómnum færi á að grassera mun meira og jafnvel valda óafturkræfum skaða líkt og er í hennar tilviki," segir Silja Ástþórsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. Ástæðan sé mögulega leifar af gömlum viðhorfum. „Þar sem meðal annars var ekkert rætt um blæðingar og þetta var bara algjört tabú. Síðan þegar þetta var kannski rætt kvenna á milli að þá var þetta kannski bara eitthvað sem konur þurftu að ganga í gegnum," segir Silja.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira