Kórar Íslands: Flugfreyjukór Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 10:04 Flugfreyjukór Icelandair. Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans. Kórar Íslands Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Fjórði þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og munu fjórir kórar keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Hér að neðan ætlum við að kynna Flugfreyjukór Icelandair sem kemur fram í þættinum.Flugfreyjukór Icelandair Flugfreyjukórinn sleit brátt barnsskónum í skjóli FFÍ, og efldist og þroskaðist. Kórinn, sem frá upphafi hefur eingöngu verið skipaður flugfreyjum Icelandair, skipti síðar um nafn og heitir í dag Flugfreyjukór Icelandair, undir verndarvæng Icelandair og hann skipa í dag tuttugu og níu söngvísar flugfreyjur.Kórinn er sannarlega einstakur og sér á parti á heimsvísu. Enn sem komið er hefur ekki fundist kór, sem eingöngu er skipaður flugfreyjum hjá sama fyrirtæki, sem koma saman til æfinga reglubundið yfir vetrartímann. Kórinn hefur komið fram og sungið í tilefni ótalmargra viðburða á vegum Icelandair og einnig á vegum STAFF (Starfsmannafélags Icelandair). Frá árinu 2007 hefur kórinn ævinlega sungið við afhendingu styrkja til Vildarbarna Icelandair, sem eru tvisvar á ári. Á síðastliðnum árum hefur orðið að hefð að kórinn geri víðreist á aðventunni og hefur m.a. sungið fyrir flugfarþega sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í desember. Gaman er að geta þess að fulltrúum CNN fréttastöðvarinnar mun hafa þótt sérlega mikið til söngs þessa einstaka kórs koma, er þeir unnu að gerð þáttar um jólaundirbúning á Íslandi í nóvember 2012. Árið 2011 hélt kórinn til kóngsins Kaupmannahafnar, en þar var lagður grunnur að ASCA Music, sem er tónlistarhátíð evrópskra flugfélaga, ásamt starfsmannakórum frá Finnair, SAS CPH og hljómsveit frá SAS í Osló. Tími jólanna er meðlimum Flugfreyjukórs Icelandair afar kær og hefur ætíð verið mikið lagt í aðventutónleika kórsins. Í nóvember s.l. hélt kórinn í æfingabúðir í Vatnsholt, eins og mörg undanfarin ár. Þar gefst kórkonum friður og næði til að læra, slípa og æfa það sem ætlað er til flutnings á aðventunni. Margir færustu og nafnkunnustu tónlistarmenn landsins hafa ljáð kórnum krafta sína við undirleik og söng í tímans rás og gestir af öllu mögulegu tagi hafa heiðrað kórinn með nærveru sinni á tónleikum hans á undanförnum árum. Í ár eru gestir kórsins velvaldir og er það heiður fyrir Flugfreyjukórinn að fá þá til liðs við sig. Kórinn á sína vildarvini og aðdáendur eins og gengur og til marks um það nefndi hagyrtur og fagurfræðilega þenkjandi vinur, kórinn eitt sinn í ræðu „Heilladísir Háloftanna”, skemmtilega orðað. Hægt er að finna nokkur myndbönd af kórnum hér á Facebooksíðu hans.
Kórar Íslands Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið