Krafa um dreifingu ferðamanna vegna þátttöku Íslands á HM Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 06:00 Landkynning Íslands vegna afreka Gylfa Sigurðssonar og félaga mun fjölga ferðafólki á Íslandi. vísir/Ernir Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönnum sem víðast að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastaðurinn Ísland hefur fengið síðustu misseri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.vísir/ernirGistinóttum á Norður- og Austurlandi fækkaði í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð í fyrra og vísbendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfestingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitarfyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherraHún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórnvöld,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og samfélagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hagsældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðslegum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda