Græðararnir í heilbrigðiskerfinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 11. október 2017 16:30 Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun