Skagamenn eru enn þjálfaralausir og virðast ekki ætla að semja við Jón Þór Hauksson eins og flestir bjuggust við.
Jón Þór tók við liði ÍA í vonlausri stöðu í lok tímabilsins. Leikur liðsins hresstist nokkuð eftir það en fallið var ómögulegt að forðast.
„Ég hef ekkert heyrt í forráðamönnum liðsins eftir lokaleik Íslandsmótsins. Þannig að ég tel 100 prósent að ég verði ekki áfram. Ég held að það væri löngu búið að ganga frá því ef það væri í kortunum," sagði Jón Þór við Fótbolta.net í dag.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, hefur verið sterklega orðaður við sitt uppeldisfélag en Jóhannes náði mögnuðum árangri með HK síðasta sumar.
Jón Þór býst ekki við því að halda áfram með ÍA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti




