Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FH 23-36 | FH-ingar áfram með fullt hús stiga Magnús Ellert Bjarnason skrifar 11. október 2017 22:00 Ágúst Birgisson skoraði fimm mörk fyrir FH. vísir/eyþór FH heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild karla í handknattleik. FH sótti Viking heim í í kvöld og vann stórsigur 36-23. Eins og lokatölurnar bera með sér var leikurinn afar ójafn en FH hafði náð 9 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 18-9. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði FH með 8 mörk en Magnús Karl Magnússon var markahæstur í liði Víkings með 5 mörk. FH hefur farið á kostum í Olísdeildinni og það voru því teikn á lofti að heimamenn í Víkingu ættu ansi erfitt kvöld í vændum. Gekk það eftir, en það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið var mætt til leiks af fullum krafti. FH keyrði yfir slaka Víkinga og fyrr en varði var munurinn orðinn sjö mörk, 7-0 eftir 10 mínútna leik. Gestirnir bættu örlítið ofan á þessa forystu og voru í raun búnir að klára verkefnið að loknum 30 mínútna leik. Seinni hálfleikur var formsatriði. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, gat leyft sér að hvíla lykilmenn, en þrátt fyrir það bættu Hafnfirðingar í og voru heimamenn aldrei nálægt því að saxa á forskot þeirra. Lokatölur 36-23. Víkingur fær örlítið hrós fyrir að bíta frá sér í vonlausri stöðu. Magnús Karl Magnússon og Hlynur Óttarsson geta gengið með þokkalega beint bak frá þessum leik en heilt yfir var frammistaða heimamanna langt undir pari. Það er hins vegar erfitt að dæma FH fyllilega af þessum leik. Þeir líta út eins og meistaraefni en mótspyrnan var ekki mikil í kvöld.Af hverju vann FH leikinn? Nærtækasta skýringin er sú að FH er miklu betra handboltalið en Víkingur. Með valinn mann í hverri stöðu og einn breiðasta hóp landsins. Það útskýrir samt ekki frammistöðu Víkinga í þessum leik, þá sérstaklega sóknarleik þeirra. Það var líkt og þeir hefðu aldrei spilað handbolta saman áður og töpuðu þeir boltanum trekk í trekk klaufalega. Þeir þurfa heldur betur að spíta í lófana ef þeir ætla að koma sér úr fallsæti.Hverjir stóðu uppúr? Allt lið FH lék mjög vel og af góðum krafti nánast allan leikinn þrátt fyrir mikla yfirburði. Ágúst Birgisson var öflugur á línunni í fyrri hálfleik og skoraði nánast að vild áður en hann settist á bekkinn og hvíldi í seinni hálfleik, Einar Rafn skoraði nokkur flott mörk utan að velli, Gísli Þorgeir stýrði leiknum vel í seinni hálfleik og svo mætti lengi telja. Erfitt er að tiltaka einhvern leikmann Víkinga sem stóð uppúr en helst má þó nefna Magnús Karl Magnússon og Hlyn Óttarson. Ungu strákarnir voru sprækir, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru í raun þeir einu sem sýndu lífsmark í liði heimamanna.Hvað gekk illa? Það má segja að nánast allt hafi gengið illa hjá heimamönnum í Víking. Þá sérstaklega að skora en þeir skoruðu fyrsta mark sitt eftir 13 spilaðar mínútur. Þeir töpuðu boltanum alltof oft og og refsaði FH þeim fyrir það með allmörgum hraðaupphlaupum. Markverðir Víkings voru vissulega ekki öfundsverðir en áttu engu að síður ekki sinn besta dag. FH geta hins vegar ekki annað en brosað út í eitt. Halldór Jóhann gat notað allan hópinn og menn taka með sér gott sjálfstraust til Rússlands eftir svona frammistöðu.Hvað gerist næst? Víkingar halda í Garðabæinn og reyna þar að næla í fyrsta sigur vetursins gegn Stjörnunni. Með álíka spilamennsku og í kvöld er þó ekki líklegt að fyrsti sigur þeirra líti dagsins ljós þar. FH heldur hins vegar til Rússlands þar sem þeir mæta St. Pétursborg í seinni leik 2. umferðar EHF bikarsins. Hafnfirðingar unnu fyrri leikinn hér heima 32-27 og eiga því góðan möguleika á því að komast í 3. umferð.Halldór: Hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum sáttur í leikslok. „Ég er mjög sáttur. Við byrjum leikinn af miklum krafti og náum góðri forystu. Við náum að rúlla liðinu vel og hvíla þá sem eru búnir að spila margar mínútur síðustu vikur. Það er strembið ferðalag til Rússlands á morgun og við hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp. “ Halldór getur ekki verið annað en ánægður með það hvernig sínir leikmenn hafa byrjað þetta tímabil. Fimm sigrar í fimm leikjum og tróna hans menn á toppi deildarinnar. „Ég er mjög ánægður. Við erum búnir að vera mjög solid. Það var helst leikurinn á móti Gróttu þar sem við spiluðum ekki vel en við kláruðum þann leik. Það var mjög gott að eiga ekki sinn besta dag en taka samt stigin tvö. Það er auðvitað lítið búið af mótinu en við þurfum bara að halda fókus og horfa ekki of langt fram í tímann.“ Halldór var að lokum spurður hvernig hann mæti möguleikana í Rússlandi, þar sem þeir mæta St. Pétursborg í síðari leik 2. umferðar EHF bikarsins. „Ég met þá ágæta. Við ætlum að selja okkur dýrt og þetta verður mikill prófsteinn fyrir liðið. Við ætlum okkur áfram í þessari keppni en hvort það tekst eða ekki verður bara að koma í ljós.“Gunnar: Sannfærður um að það detti inn sigrar „Þetta var erfitt alveg frá byrjun. Við skorum ekki mark fyrstu 12 mínúturnar og FH-ingarnir raða á okkur mörkum úr hraðaupphlaupum. Þetta leit alls ekki vel út þegar staðan var 7-0 þeim í vil, en við náum aðeins að klóra í bakkann, “ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, í leikslok. Gunnar var spurður hvort það væri langt í fyrsta sigur Víkinga í deildinni. „Það er bara næsti leikur. Það hefur sýnt sig að þó að það sé styrktarmunur á þessum liðum er ekkert nóg að vera með stór nöfn á pappírunum. Það getur allt gerst í þessu,“ sagði Gunnar. „Við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að ná í stig, en ég er sannfærður um að það detti inn sigrar.“Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk.vísir/eyþórGísli Þorgeir: Ég er í fínu formi. Hinn efnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson gat ekki verið annað en sáttur í leikslok. Gísli spilaði vel líkt og allt lið FH. „Ég er að sjálfsögðu sáttur með 13 marka sigur. Það var margt mjög jákvætt við þennan leik. Jóhann Birgir, Eyþór, Jakob og fleiri komu inn í seinni hálfleik og voru flottir.“ Þetta var annar leikur Gísla eftir langvinn meiðsli og segist hann vera kominn í gott form. „Hendin er góð, olnboginn er góður og ég er í fínu formi.“ Gísli var að lokum spurður útí komandi Rússlandsför. „Auðvitað er mjög skemmtilegt að fara til Rússlands. Við förum ekki alla leið þangað án þess að taka tvo punkta með heim.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.vísir/eyþórVíkingarnir hans Gunnars eiga enn eftir að vinna leik í Olís-deildinni.vísir/eyþórHalldór Jóhann greinilega ekki sáttur með Jónas Elíasson, annan dómara leiksins.vísir/eyþór Olís-deild karla
FH heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild karla í handknattleik. FH sótti Viking heim í í kvöld og vann stórsigur 36-23. Eins og lokatölurnar bera með sér var leikurinn afar ójafn en FH hafði náð 9 marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 18-9. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði FH með 8 mörk en Magnús Karl Magnússon var markahæstur í liði Víkings með 5 mörk. FH hefur farið á kostum í Olísdeildinni og það voru því teikn á lofti að heimamenn í Víkingu ættu ansi erfitt kvöld í vændum. Gekk það eftir, en það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið var mætt til leiks af fullum krafti. FH keyrði yfir slaka Víkinga og fyrr en varði var munurinn orðinn sjö mörk, 7-0 eftir 10 mínútna leik. Gestirnir bættu örlítið ofan á þessa forystu og voru í raun búnir að klára verkefnið að loknum 30 mínútna leik. Seinni hálfleikur var formsatriði. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, gat leyft sér að hvíla lykilmenn, en þrátt fyrir það bættu Hafnfirðingar í og voru heimamenn aldrei nálægt því að saxa á forskot þeirra. Lokatölur 36-23. Víkingur fær örlítið hrós fyrir að bíta frá sér í vonlausri stöðu. Magnús Karl Magnússon og Hlynur Óttarsson geta gengið með þokkalega beint bak frá þessum leik en heilt yfir var frammistaða heimamanna langt undir pari. Það er hins vegar erfitt að dæma FH fyllilega af þessum leik. Þeir líta út eins og meistaraefni en mótspyrnan var ekki mikil í kvöld.Af hverju vann FH leikinn? Nærtækasta skýringin er sú að FH er miklu betra handboltalið en Víkingur. Með valinn mann í hverri stöðu og einn breiðasta hóp landsins. Það útskýrir samt ekki frammistöðu Víkinga í þessum leik, þá sérstaklega sóknarleik þeirra. Það var líkt og þeir hefðu aldrei spilað handbolta saman áður og töpuðu þeir boltanum trekk í trekk klaufalega. Þeir þurfa heldur betur að spíta í lófana ef þeir ætla að koma sér úr fallsæti.Hverjir stóðu uppúr? Allt lið FH lék mjög vel og af góðum krafti nánast allan leikinn þrátt fyrir mikla yfirburði. Ágúst Birgisson var öflugur á línunni í fyrri hálfleik og skoraði nánast að vild áður en hann settist á bekkinn og hvíldi í seinni hálfleik, Einar Rafn skoraði nokkur flott mörk utan að velli, Gísli Þorgeir stýrði leiknum vel í seinni hálfleik og svo mætti lengi telja. Erfitt er að tiltaka einhvern leikmann Víkinga sem stóð uppúr en helst má þó nefna Magnús Karl Magnússon og Hlyn Óttarson. Ungu strákarnir voru sprækir, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru í raun þeir einu sem sýndu lífsmark í liði heimamanna.Hvað gekk illa? Það má segja að nánast allt hafi gengið illa hjá heimamönnum í Víking. Þá sérstaklega að skora en þeir skoruðu fyrsta mark sitt eftir 13 spilaðar mínútur. Þeir töpuðu boltanum alltof oft og og refsaði FH þeim fyrir það með allmörgum hraðaupphlaupum. Markverðir Víkings voru vissulega ekki öfundsverðir en áttu engu að síður ekki sinn besta dag. FH geta hins vegar ekki annað en brosað út í eitt. Halldór Jóhann gat notað allan hópinn og menn taka með sér gott sjálfstraust til Rússlands eftir svona frammistöðu.Hvað gerist næst? Víkingar halda í Garðabæinn og reyna þar að næla í fyrsta sigur vetursins gegn Stjörnunni. Með álíka spilamennsku og í kvöld er þó ekki líklegt að fyrsti sigur þeirra líti dagsins ljós þar. FH heldur hins vegar til Rússlands þar sem þeir mæta St. Pétursborg í seinni leik 2. umferðar EHF bikarsins. Hafnfirðingar unnu fyrri leikinn hér heima 32-27 og eiga því góðan möguleika á því að komast í 3. umferð.Halldór: Hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum sáttur í leikslok. „Ég er mjög sáttur. Við byrjum leikinn af miklum krafti og náum góðri forystu. Við náum að rúlla liðinu vel og hvíla þá sem eru búnir að spila margar mínútur síðustu vikur. Það er strembið ferðalag til Rússlands á morgun og við hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp. “ Halldór getur ekki verið annað en ánægður með það hvernig sínir leikmenn hafa byrjað þetta tímabil. Fimm sigrar í fimm leikjum og tróna hans menn á toppi deildarinnar. „Ég er mjög ánægður. Við erum búnir að vera mjög solid. Það var helst leikurinn á móti Gróttu þar sem við spiluðum ekki vel en við kláruðum þann leik. Það var mjög gott að eiga ekki sinn besta dag en taka samt stigin tvö. Það er auðvitað lítið búið af mótinu en við þurfum bara að halda fókus og horfa ekki of langt fram í tímann.“ Halldór var að lokum spurður hvernig hann mæti möguleikana í Rússlandi, þar sem þeir mæta St. Pétursborg í síðari leik 2. umferðar EHF bikarsins. „Ég met þá ágæta. Við ætlum að selja okkur dýrt og þetta verður mikill prófsteinn fyrir liðið. Við ætlum okkur áfram í þessari keppni en hvort það tekst eða ekki verður bara að koma í ljós.“Gunnar: Sannfærður um að það detti inn sigrar „Þetta var erfitt alveg frá byrjun. Við skorum ekki mark fyrstu 12 mínúturnar og FH-ingarnir raða á okkur mörkum úr hraðaupphlaupum. Þetta leit alls ekki vel út þegar staðan var 7-0 þeim í vil, en við náum aðeins að klóra í bakkann, “ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, í leikslok. Gunnar var spurður hvort það væri langt í fyrsta sigur Víkinga í deildinni. „Það er bara næsti leikur. Það hefur sýnt sig að þó að það sé styrktarmunur á þessum liðum er ekkert nóg að vera með stór nöfn á pappírunum. Það getur allt gerst í þessu,“ sagði Gunnar. „Við þurfum klárlega að spila betur en þetta ef við ætlum að ná í stig, en ég er sannfærður um að það detti inn sigrar.“Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk.vísir/eyþórGísli Þorgeir: Ég er í fínu formi. Hinn efnilegi Gísli Þorgeir Kristjánsson gat ekki verið annað en sáttur í leikslok. Gísli spilaði vel líkt og allt lið FH. „Ég er að sjálfsögðu sáttur með 13 marka sigur. Það var margt mjög jákvætt við þennan leik. Jóhann Birgir, Eyþór, Jakob og fleiri komu inn í seinni hálfleik og voru flottir.“ Þetta var annar leikur Gísla eftir langvinn meiðsli og segist hann vera kominn í gott form. „Hendin er góð, olnboginn er góður og ég er í fínu formi.“ Gísli var að lokum spurður útí komandi Rússlandsför. „Auðvitað er mjög skemmtilegt að fara til Rússlands. Við förum ekki alla leið þangað án þess að taka tvo punkta með heim.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.vísir/eyþórVíkingarnir hans Gunnars eiga enn eftir að vinna leik í Olís-deildinni.vísir/eyþórHalldór Jóhann greinilega ekki sáttur með Jónas Elíasson, annan dómara leiksins.vísir/eyþór
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti