Spennt fyrir því að fá Íslendinga til Rússlands Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. október 2017 06:00 Berglind segir að íslenska landsliðið og íslenskir stuðningsmenn hafi verið talsvert til umfjöllunar í rússneskum fjölmiðlum. vísir/eyþór „Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það var auðvitað mikil vinna í kringum þetta í fyrra en þetta var bara svo gaman. Og það er allt svo jákvætt í kringum fótboltann. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi. Nú þegar eru ferðaskrifstofur byrjaðar að undirbúa ferðir frá Íslandi til Rússlands á HM í sumar og Berglind er byrjuð að undirbúa komu Íslendinganna.Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi.vísir/anton brinkBerglind var líka sendiherra í Frakklandi þegar EM fór þar fram árið 2016 og þekkir því til verka. Hún segist vera mjög spennt fyrir því að taka á móti Íslendingum til Rússlands Berglind segir rússneska fjölmiðla hafa fjallað talsvert um úrslitin í leiknum á móti Kosovo á mánudaginn og þá staðreynd að íslenska landsliðið sé að fara til Rússlands. Rússar séu bæði mjög hrifnir af íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum. „Þær eru svo jákvæðar, fréttirnar hérna,“ segir Berglind. Berglind segir að ef staðan næsta sumar verði eins og í fyrra, að þúsundir eða jafnvel tugþúsundir Íslendinga fylgi íslenska liðinu út þá útheimti það talsverða vinnu fyrir sendiráðið. „Þetta er allt flóknara hér heldur en í Frakklandi þar sem margir Íslendingar hafa verið,“ segir Berglind. Rússland sé mjög stórt land með mismunandi tímabelti. Á þeim stöðum þar sem áætlað er að keppt verði á HM sé allt frá tveggja tíma mismunur við Ísland og upp í fimm tíma mismunur. Verkefni sendiherrans er að sinna borgaralegri þjónustu, veita aðstoð ef fólk týnir vegabréfi eða kemst í kast við lögin. Berglind segist búa vel að reynslunni frá því á EM í Frakklandi. „Það gekk alveg einstaklega vel og það urðu engar stórar uppákomur allan þennan tíma,“ segir hún. Á þeim tíma var bæði eftirlit í sendiráðinu og þar sem leikirnir fóru fram og Berglind býst við að það verði gert eins núna. „Það eru bara þessar miklu vegalengdir, þetta er allt miklu dreifðara og við vitum ekkert fyrr en 1. desember hvar leikirnir verða,“ segir Berglind og bætir við að þúsundir kílómetra geti verið á milli leikvanganna sem keppt er á.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem leggja leið sína til Rússlands geta sótt um svokallan stuðningsmannapassa, eða "Fan-ID“. 10. október 2017 18:18
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent