Aukinn jöfnuður lykillinn að friði í heiminum Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2017 19:40 Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira