Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 15:00 Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59