Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 13:45 Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12
Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00