Heimir var hvattur til að hætta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2017 06:30 Fagnað í leikslok í gær. Vísir/anton brink „Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstaklega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggjaður,“ sagði Heimir og hélt áfram:Stundin þegar draumurinn rættist.Vísir/anton brinkÓtrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endurtekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir.Það var gaman í Laugardalnum í gær.Vísir/EyþórHefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum framförum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn.Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spilapeningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira