Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:41 Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Sjá meira