Hrósið mikilvægt fyrir börn með ADHD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 22:00 ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira