Hefur góðærið náð hámarki? Aukin sala á munaðarvörum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 20:00 Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira