Stefna flokkanna: Samgöngur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira