Stefna flokkanna: Samgöngur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að samgöngum.Miðflokkurinn: Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum landshlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlandsflug því það er hluti af almenningssamgöngum allra landsmanna.Viðreisn: Viðreisn vill markvissa uppbyggingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjármagni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í samgöngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu.Björt framtíð: Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbyggingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta framkvæmdum.Vinstri græn: Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Uppbygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfisvænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum.Samfylkingin: Stöndum við samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti rétt fyrir síðustu kosningar. Aukum viðhald vega. Eflum almenningssamgöngur út um allt land og komum að uppbyggingu Borgarlínu. Byrjum undirbúningsvinnu vegna sjálfakandi bíla og þeirra breytinga sem sú tækni mun hafa í för með sér.Flokkur fólksins: Gert verði átak til að efla samgöngur og umferðaröryggi í landinu. Flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýri.Sjálfstæðisflokkur: Ráðstafa þarf auknum fjármunum í uppbyggingu vegakerfisins. Framkvæmdir eiga að stuðla að auknu umferðaröryggi, aukinni burðargetu og styttingu vegalengda. Efla þarf almenningssamgöngur, fækka einbreiðum brúm, gera ferjuleiðir að hluta þjóðvegakerfisins og taka fleiri skref í að bæta aðgengi að hagkvæmu innanlandsflugi.Framsókn: Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbygginga vega. Þetta er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Framsókn hafnar hugmyndum um vegtolla og hækkun olíugjalds. Framsókn vill efla almenningssamgöngur og taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.Píratar: Píratar vilja einblína á að bæta það vegakerfi sem fyrir er, í stað þess að lofa stórum framkvæmdum sem verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað viðhalds. Stjórnvöld hafa undanfarin ár leyft viðhaldi að sitja á hakanum. Við viljum styrkja innviði fyrir rafbíla, en á sama tíma efla almenningssamgöngur og vistvænan samgöngumáta.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira