Stefna flokkanna: Menntun og vísindi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. október 2017 16:00 Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menntun og vísindum.Miðflokkurinn: Við ætlum að stórefla iðn- og tækninám í framhalds- og há- skólum því að framtíðin er núna. Bæði með sérstökum fjárframlögum og samstarfi við atvinnulífið. Endurskoða þarf námslánakerfið með hliðsjón af því sem best hefur reynst á Norðurlöndum, þar á meðal styrkjakerfi.Viðreisn: Bæta þarf fjármögnun háskóla og efla rannsóknir og þróun með virku samstarfi ríkis, háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Fjölbreytni og nýsköpun í starfi skólastofnana er markmið Viðreisnar. Sporna þarf gegn brottfalli með fjölbreyttu námsframboði, eflingu náms í skapandi greinum, iðn- og tæknimenntun.Björt framtíð: Nauðsynlegt er að fjármagna öll skólastig og leggja ofuráherslu á skapandi starf. Virkjun mannshugans er okkar næsta stóra verkefni. Það er liður í því að búa unga Íslendinga undir breytingar á vinnumarkaði. Þá þarf að styrkja samkeppnissjóði og tryggja fjármögnun og umgjörð um rannsóknar- og þróunarstarf í háskólunum.Vinstri græn: Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla, tryggja öllum aðgang að námi á framhaldsskólastigi og gefa skólunum val um lengd námsbrauta. Stefnt skal að því að fjármögnun háskóla verði í samræmi við Norðurlöndin. Þá skal stefnt að því að þrjú prósent VLF renni til rannsókna og þróunar. Hluti námslána verði styrkir.Samfylkingin: Stórsókn í skólamálum er lykillinn að betri lífskjörum. Meiri áhersla á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun. Aukum virðingu fyrir kennurum og bregðumst við kennaraskorti. Fjármögnum háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styðjum betur við fjölbreytta framhaldsskóla og vinnum gegn brottfalli.Flokkur fólksins: Taka verður á skorti á kennurum. Börnum tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunn- og leikskóla. Efla iðnmenntun. Ungu fólki kynntir atvinnumöguleikar og önnur tækifæri sem iðnmenntuðu fólki bjóðast. Leysa úr fjárhagsvanda há- skólastigsins og efla rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnulífsins sem undirstöðu að hagsæld og velferð.Sjálfstæðisflokkur: Við ætlum að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og auka framlög til háskólastigsins til meðaltals OECD-landa. Endurskoða skólastarf og kennsluaðferðir í góðri sátt, auka skilvirkni og gæði. Fjölga sjálfstætt starfandi skólum, stemma stigu við brottfalli nemenda, efla verknám og styðja við eflingu leik- og grunnskólastigsins.Framsókn: Afborganir af námslánum verði felldar niður í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæð- um á landsbyggðinni. Fjármunir sem sparast við styttingu náms verði nýttir til uppbyggingar framhaldsskólastigsins, m.a. í verknámi og á landsbyggðinni. Hækka endurgreiðslu í 25 prósent í tengslum við nýsköpun og rannsóknir.Píratar: Við viljum að í menntakerfinu sé jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina, með lítið heimanám, smærri bekki og virðingu fyrir starfi kennara sem endurspeglast í launum. Námslán greiðist fyrirfram. Með auknu alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og þróun aukast möguleikar á atvinnu, menntun og tækniþróun innanlands. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menntun og vísindum.Miðflokkurinn: Við ætlum að stórefla iðn- og tækninám í framhalds- og há- skólum því að framtíðin er núna. Bæði með sérstökum fjárframlögum og samstarfi við atvinnulífið. Endurskoða þarf námslánakerfið með hliðsjón af því sem best hefur reynst á Norðurlöndum, þar á meðal styrkjakerfi.Viðreisn: Bæta þarf fjármögnun háskóla og efla rannsóknir og þróun með virku samstarfi ríkis, háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Fjölbreytni og nýsköpun í starfi skólastofnana er markmið Viðreisnar. Sporna þarf gegn brottfalli með fjölbreyttu námsframboði, eflingu náms í skapandi greinum, iðn- og tæknimenntun.Björt framtíð: Nauðsynlegt er að fjármagna öll skólastig og leggja ofuráherslu á skapandi starf. Virkjun mannshugans er okkar næsta stóra verkefni. Það er liður í því að búa unga Íslendinga undir breytingar á vinnumarkaði. Þá þarf að styrkja samkeppnissjóði og tryggja fjármögnun og umgjörð um rannsóknar- og þróunarstarf í háskólunum.Vinstri græn: Auka þarf fjárveitingar til framhaldsskóla, tryggja öllum aðgang að námi á framhaldsskólastigi og gefa skólunum val um lengd námsbrauta. Stefnt skal að því að fjármögnun háskóla verði í samræmi við Norðurlöndin. Þá skal stefnt að því að þrjú prósent VLF renni til rannsókna og þróunar. Hluti námslána verði styrkir.Samfylkingin: Stórsókn í skólamálum er lykillinn að betri lífskjörum. Meiri áhersla á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun. Aukum virðingu fyrir kennurum og bregðumst við kennaraskorti. Fjármögnum háskóla til jafns við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Styðjum betur við fjölbreytta framhaldsskóla og vinnum gegn brottfalli.Flokkur fólksins: Taka verður á skorti á kennurum. Börnum tryggður gjaldfrjáls og hollur matur í grunn- og leikskóla. Efla iðnmenntun. Ungu fólki kynntir atvinnumöguleikar og önnur tækifæri sem iðnmenntuðu fólki bjóðast. Leysa úr fjárhagsvanda há- skólastigsins og efla rannsóknir og nýsköpun í þágu atvinnulífsins sem undirstöðu að hagsæld og velferð.Sjálfstæðisflokkur: Við ætlum að taka upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og auka framlög til háskólastigsins til meðaltals OECD-landa. Endurskoða skólastarf og kennsluaðferðir í góðri sátt, auka skilvirkni og gæði. Fjölga sjálfstætt starfandi skólum, stemma stigu við brottfalli nemenda, efla verknám og styðja við eflingu leik- og grunnskólastigsins.Framsókn: Afborganir af námslánum verði felldar niður í fimm ár fyrir þá sem eru búsettir á skilgreindum svæð- um á landsbyggðinni. Fjármunir sem sparast við styttingu náms verði nýttir til uppbyggingar framhaldsskólastigsins, m.a. í verknámi og á landsbyggðinni. Hækka endurgreiðslu í 25 prósent í tengslum við nýsköpun og rannsóknir.Píratar: Við viljum að í menntakerfinu sé jafnvægi milli bók-, list- og verkgreina, með lítið heimanám, smærri bekki og virðingu fyrir starfi kennara sem endurspeglast í launum. Námslán greiðist fyrirfram. Með auknu alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum og þróun aukast möguleikar á atvinnu, menntun og tækniþróun innanlands.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00 Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Stefna flokkanna: Mannréttindi Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að mannréttindum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Heilbrigðismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að heilbrigðismálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Velferðarmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að velferðarmálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Utanríkismál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að utanríkismálum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Atvinna og nýsköpun Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að atvinnu og nýsköpun. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Menning og listir Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að menningu og listum. 27. október 2017 16:00
Stefna flokkanna: Efnahagsmál Hér birtist stefna stjórnmálaflokkanna í málaflokknum sem snýr að efnahagsmálum. 27. október 2017 16:00