Klifraði upp fimm gáma eftir kajakferð að hafnarsvæðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2017 20:00 Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Sérsveitin var kölluð til á athafnasvæði Eimskips í nótt þegar tveir hælisleitendur komu með kajak að höfninni og reyndu að smygla sér um borð í skip félagsins. Þegar tilraunin mistókst klifraði annar maðurinn upp á tólf metra háa gámastæðu. Starfsmenn Eimskips sáu mennina koma með kajak inn fyrir höfnina um klukkan eitt í gærnótt en þaðan ætluðu þeir að koma sér um borð í skipið Reykjafoss sem var á leið vestur um haf. „Þegar þeir fóru að gera sig líklega til að komast um borð í skipið sökk kajakinn og þeir náðu að klifra upp landganginn við bryggjuna," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Þegar mennirnir komust á þurrt land flúði annar þeirra af svæðinu en hinn klifraði upp á fimm hæða gámastæðu sem er um tólf metra há. „Og var þar þangað til að lögregla, víkingasveitin og slökkvilið kom á svæðið til að ná honum niður," segir Ólafur. Slökkviliðsmenn notuðu kranabíl til að ná manninum niður og var hann þá færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þetta er í ellefta sinn sem sami maður er handtekinn á svæðinu. „Það þarf ekkert að spyrja að því hvað gerist ef einstaklingur dettur. Þá eru mjög miklar líkur á því að hann láti lífið. Okkar starfsmenn eru bara uggandi yfir því að þurfa taka þátt í einhverjum svona kúrekaleik," segir Ólafur.Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips.Sambærileg atvik koma upp með rúmlega viku millibili, eða í hvert sinn sem skip leggur úr höfn til Bandaríkjanna eða Kanada. Þrátt fyrir að hafa ekki verið ógnað eru starfsmenn á athafnasvæðinu farnir að klæðast hnífaheldum vestum til öryggis. Ólafur segir þá ekki eiga að þurfa að sinna landamæraeftirliti. „Þetta er farið að verða bagalegt bæði fyrir starfsmenn okkar og félagið. Þannig að við krefjumst þess að stjónvöld grípi til aðgerða strax. Þetta er orðið hluti af starfsemi okkar að sinna landamæraeftirliti og það í rauninni ekki okkar starfsvettvangur," segir hann. Ef einhverjum tækist að smygla sér yfir hafið yrðu afleiðingarnar fyrir skipafélagið alvarlegar. „Við þessu liggja mjög háar fjársektir, skip geta verið kyrrsett og þetta getur tafið skip í afgreiðslu erlendis," segir Ólafur.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira