Orð og efndir 26. október 2017 07:00 Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun