Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Leifur Finnbogason skrifar 25. október 2017 08:07 Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun