Tvískinnungur að það megi aka fólki á kjörstað en ekki taka myndir fyrir tónleika Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2017 20:13 Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Vakan hvetur ungt fólk til að nýta kosningaréttinn og þrátt fyrir athugasemdir frá yfirkjörstjórn í Reykjavík norður, til taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og deila myndunum á samfélagsmiðlum. Segja skipuleggjendur Vökunnar að tvískinnungur felist í afstöðu yfirkjörstjórnar sem ekki geri athugasemdir við að flokkarnir aki fólki á kjörstað. Vakan lætur ekki deigan síga þrátt fyrir mótmæli yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður og ætla að halda tónleikunum til streitu. Skora þau jafnframt á ungt fólk að mæta á kjörstað.Mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind til að mótmælaSkipuleggjendur Vökunnar mættu fyrir utan utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind í dag til að mótmæla þeim athugasemdum yfirkjörstjórnarinnar um að ekki mætti verðlauna ungt fólk með tónleikum fyrir að mæta á kjörstað. Páll Óskar Hjálmtýsson er einn fjölmargra tónlistarmanna sem gefa vinnu sína á tónleikum Vökunnar. Hann las stutta yfirlýsingu frá hópnum fyrir utan utanfundarkjörstaðinn í dag. „Okkar málstaður er göfugur og snýst um að fá ungt fólk til að kjósa í komandi alþingiskosningum. Við erum ekki að segja ungu fólki hvað það eigi að kjósa, heldur bara að hvetja þau til að nýta kosningaréttinn,“ las Páll Óskar meðal annars upp úr yfirlýsingunni. Vakan teldi það tvískinnung hjá yfirkjörstjórn að banna að bjóða ungu fólki á tónleika fyrir að mynda sig fyrir utan kjörstaði og deila myndunum, á meðan kjósendum hafi í áratugi verið umbunað með því að aka þeim á kjörstað. „Ef yfirkjörstjórn finnst það í lagi að veita fólki þau fríðindi að aka því til og frá kjörstað, en á sama tíma neita ungu fólki um svipaða hvatningu og fríðindi sem þessir tónleikar eru, þá er yfirkjörstjórn að senda tvöföld skilaboð,“ sagði Páll Óskar. Hins vegar árétta aðstandendur Vökunnar að ekki megi taka myndir af sér inni í kjörklefanum eða af kjörseðlinu samkvæmt lögum. Enda getur það ógilt kjörseðilinn.Finnið þið fyrir því að ungt fólk sýnir þessu verkefni áhuga?„Já við finnum mikinn áhuga fyrir því. Við erum glöð að sjá hvað fólk er að taka vel í þetta. Það er mikill byr, mikill stuðningur á bakvið okkur. Þess vegna er svolítið leiðinlegt að það skuli brugðið fyrir okkur fæti með þessu. En skiptir ekki máli, við hvetjum ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Natalie.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira