Handbolti

Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron og Guðjón í góðum gír á landsliðsæfingu.
Aron og Guðjón í góðum gír á landsliðsæfingu. vísir/anton
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona.

Guðjón Valur lék með Barcelona frá 2014 til 2016 og veit því vel hvað Aron er að fara út í.

„Ég samgleðst Aroni ótrúlega mikið. Hann er á leiðinni í frábæran klúbb sem er með frábæra umgjörð,“ sagði Guðjón Valur eftir blaðamannafund HSÍ í dag en þar var verið að kynna komandi landsleiki gegn Svíum á fimmtudag og laugardag.

Guðjón var að sjálfsögðu búinn að segja Aroni frá öllu sem hann þurfti að vita varðandi nýja félagið.

„Það eru mörg ár síðan og hann mun ekki sjá eftir þessu. Ég er viss um að hann á eftir að vera mjög ánægður þarna. Þetta er vel rekinn klúbbur og einfaldlega það stærsta og mesta þó svo spænska deildin sé ekki sú mesta. Það sem að þessi klúbbur hefur er hvernig þeir skipuleggja sig varðandi allt. Ferðalög, æfingar og svona. Það var mikill heiður að fá að vera hluti af þeirra sögu,“ segir Guðjón og spáir því að Aron eigi eftir að gera það gott á Spáni.

„Ég er viss um að Aron eigi eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×