Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 07:12 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. Zelda Perkins segir í samtali við Financial Times að hún hafi skrifað undir samkomulag þess efnis árið 1998. Þá hafði hún ætlað sér að stíga fram og greina frá áreitninni. Að sögn Perkins fól áreitnin meðal annars í sér þrálátar beiðnir um nudd og þá á hann að hafa reglulega reynt að toga hana upp í rúm til sín. Leikkonurnar Lupita Nyong'o og Gwyneth Paltrow hafa báðar greint frá sambærilegum tilraunum Weinstein. Þá hefur áður verið sagt frá því að leikkonan Rose McGowan hafi þegið svipaða greiðslu og Perkins árið 1997 eftir að framleiðandinn nauðgaði henni á hótelherbergi á Sundance kvikmyndahátíðinni. Gæti þurft að endurgreiða Weinstein Perkins segist skammast sín fyrir að hafa ekki þorað að segja frá framferði Weinstein á sínum tíma. Þó svo að næstum tveir áratugir eru frá því að hún undirritaði þagnarbindindið gæti hún engu að síður þurft að greiða Weinstein til baka upphæðina sem hún þáði. Þar að auki gæti hún þurft að greiða skaðabætur og annan kostnað sem til fellur vegna málareksturs fyrir dómstólum að sögn BBC. Perkins hafi þó engu að síður ákveðið að upplýsa um hegðun kvikmyndaframleiðandans eftir að samstarfskona hennar sagðist hafa sömu sögu að segja. Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum um að hafa áreitt og nauðgað samstarfskonum sínum í kvikmyndabransanum. Tugir kvenna hafa nú stígið fram og ásakað hann. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. Zelda Perkins segir í samtali við Financial Times að hún hafi skrifað undir samkomulag þess efnis árið 1998. Þá hafði hún ætlað sér að stíga fram og greina frá áreitninni. Að sögn Perkins fól áreitnin meðal annars í sér þrálátar beiðnir um nudd og þá á hann að hafa reglulega reynt að toga hana upp í rúm til sín. Leikkonurnar Lupita Nyong'o og Gwyneth Paltrow hafa báðar greint frá sambærilegum tilraunum Weinstein. Þá hefur áður verið sagt frá því að leikkonan Rose McGowan hafi þegið svipaða greiðslu og Perkins árið 1997 eftir að framleiðandinn nauðgaði henni á hótelherbergi á Sundance kvikmyndahátíðinni. Gæti þurft að endurgreiða Weinstein Perkins segist skammast sín fyrir að hafa ekki þorað að segja frá framferði Weinstein á sínum tíma. Þó svo að næstum tveir áratugir eru frá því að hún undirritaði þagnarbindindið gæti hún engu að síður þurft að greiða Weinstein til baka upphæðina sem hún þáði. Þar að auki gæti hún þurft að greiða skaðabætur og annan kostnað sem til fellur vegna málareksturs fyrir dómstólum að sögn BBC. Perkins hafi þó engu að síður ákveðið að upplýsa um hegðun kvikmyndaframleiðandans eftir að samstarfskona hennar sagðist hafa sömu sögu að segja. Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum um að hafa áreitt og nauðgað samstarfskonum sínum í kvikmyndabransanum. Tugir kvenna hafa nú stígið fram og ásakað hann.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00
Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00