Flutningur sjúkra í uppnámi Guðjón S. Brjánsson skrifar 24. október 2017 07:00 Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi. Rauði krossinn á Íslandi er eitt þessara félaga. Hann var stofnaður fyrir rúmum níutíu árum og er hluti af stærstu mannúðarhreyfingu heims. Fyrstu verkefnin voru á sviði heilbrigðismála, en urðu síðar fjölþættari. Er bílaöld hófst urðu kaup á sjúkrabifreiðum áhersluverkefni félagsins og deildir stofnaðar víðs vegar um landið til að safna fé og reka sjúkrabifreiðar. Deildirnar öfluðu fjár í heimabyggð til bílakaupa til að tryggja sem best öryggi þeirra sem þyrftu á læknaþjónustu að halda. Rauði krossinn átti og rak bifreiðarnar, en fyrir um tuttugu árum samdi félagið við stjórnvöld um reksturinn. Þar kom ríkið að honum með fjárframlögum, en Rauði krossinn lagði eignir sínar á móti. Í tuttugu ár hefur þessi rekstur gengið áfallalaust, Rauði krossinn hefur samt ávallt lagt til hans tugi milljóna króna á ári hverju. Má ætla að það framlag félagsins nemi á núvirði um einum milljarði króna. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Stjórnvöld hafa ekki samið við Rauða krossinn í tvö ár um þessa mikilvægu þjónustu. Bílaflotinn hefur ekki fengið nauðsynlega endurnýjun. Velferðarráðuneytið vill breytingar á rekstrinum. Hvort til stendur að einkavæða hann er ekki ljóst, en tveir síðustu ráðherrar hafa viljað breytt fyrirkomulag. Rauði krossinn hefur gætt ítrasta hagræðis, öryggis og hagsmuna landsbyggðarinnar, enda eru deildir félagsins vakandi yfir þessum málaflokki. Engar kvartanir eða athugasemdir hafa komið frá stjórnvöldum um reksturinn. Þess vegna er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji nú með einhverjum óljósum hætti breyta fyrirkomulagi sem reynst hefur þjóðinni vel. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ein mestu verðmæti hverrar þjóðar er félagsauðurinn sem hún býr yfir. Hér er um að ræða öll þau félög sem sinna margs konar verkefnum til að auka lífsgleði og lífsgæði þjóðarinnar. Íslendingar eru svo lánsamir að þessi eiginleiki nánast liggur í blóðinu, enda hefur lífsbaráttan kennt kynslóðunum að hjálpsemi, samvinna og samkennd eru grundvallaratriði til að lifa af í harðbýlu landi. Rauði krossinn á Íslandi er eitt þessara félaga. Hann var stofnaður fyrir rúmum níutíu árum og er hluti af stærstu mannúðarhreyfingu heims. Fyrstu verkefnin voru á sviði heilbrigðismála, en urðu síðar fjölþættari. Er bílaöld hófst urðu kaup á sjúkrabifreiðum áhersluverkefni félagsins og deildir stofnaðar víðs vegar um landið til að safna fé og reka sjúkrabifreiðar. Deildirnar öfluðu fjár í heimabyggð til bílakaupa til að tryggja sem best öryggi þeirra sem þyrftu á læknaþjónustu að halda. Rauði krossinn átti og rak bifreiðarnar, en fyrir um tuttugu árum samdi félagið við stjórnvöld um reksturinn. Þar kom ríkið að honum með fjárframlögum, en Rauði krossinn lagði eignir sínar á móti. Í tuttugu ár hefur þessi rekstur gengið áfallalaust, Rauði krossinn hefur samt ávallt lagt til hans tugi milljóna króna á ári hverju. Má ætla að það framlag félagsins nemi á núvirði um einum milljarði króna. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Stjórnvöld hafa ekki samið við Rauða krossinn í tvö ár um þessa mikilvægu þjónustu. Bílaflotinn hefur ekki fengið nauðsynlega endurnýjun. Velferðarráðuneytið vill breytingar á rekstrinum. Hvort til stendur að einkavæða hann er ekki ljóst, en tveir síðustu ráðherrar hafa viljað breytt fyrirkomulag. Rauði krossinn hefur gætt ítrasta hagræðis, öryggis og hagsmuna landsbyggðarinnar, enda eru deildir félagsins vakandi yfir þessum málaflokki. Engar kvartanir eða athugasemdir hafa komið frá stjórnvöldum um reksturinn. Þess vegna er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji nú með einhverjum óljósum hætti breyta fyrirkomulagi sem reynst hefur þjóðinni vel. Höfundur er alþingismaður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun