38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 16:18 James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira