Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2017 00:00 Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið. Kosningar 2017 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið.
Kosningar 2017 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira