Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 09:12 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Lögbannið var staðfest fyrir viku síðan og í dag rennur út frestur til að höfða mál. Hefði lögbannið fallið úr gildi ef Glitnir HoldCo hefði ekki ákveðið að höfða mál. Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna.Neituðu að afhenda gögnin Þann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum esm Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeild og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03