„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:00 Megan Rapinoe. Vísir/Getty Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Sjá meira