Vaxtalækkun, peningar og hagstæðari leiga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2017 20:00 Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði. Kosningar 2017 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Tæp vika er til kosninga og er því ekki úr vegi að rýna í húsnæðisstefnur flokkanna. Hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað aðgreinir þá? Flestir telja að vaxtalækkun sé brýn og telja nokkrir að afnám húsnæðisliðarins úr vísitölunni sé leið að markmiðinu. Þá eru sumir sem vilja færa fólki peninga fyrir útborgun en aðrir eru á móti því. Allir flokkar telja mikilvægt að auka framboð íbúða til þess að mæta umframeftirspurn. Samfylkingin vill láta byggja fimm þúsund almennar- og námsmannaíbúðir en Viðreisn vill fylgja húsnæðissáttmálanum sem var samþykktur í vor og gerir ráð fyrir uppbyggingu 7.200 íbúða. Flestir flokkar nefna vaxtalækkanir. Til að ná markmiðinu leggur Viðreisn áherslu á stöðugleika krónunnar með upptöku myntráðs. Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins vilja hins vegar ná húsnæðisverði úr neysluvísitölunni. Þá eru Vinstri Græn, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins einnig sammála um að draga eigi úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum eða afnema hana alfarið. Samfylkingin og Framsókn skera sig frá öðrum að því leyti að flokkarnir hafa kynnt sértækar aðgerðir sem eiga að færa fólki peninga fyrir útborgun. Samfylking vill fyrirframgreiða tvær til þrjár milljónir króna í vaxtabætur en Framsókn vill hins vegar fara svissnesku leiðina. Þá gæti fólk tekið út iðgjald sem það hefur greitt í lífeyrissjóð og nýtt sem útborgun í íbúð. Fjárhæðin yrði án afborgana og vaxtalaus en við sölu yrði henni skilað aftur til lífeyrissjóðsins. Björt Framtíð telur hins vegar að aðgerðir sem þessar komi til með að hækka húsnæðisverð enn frekar og leggur því megináherslu á framboðshliðina. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Miðflokkur vilja áfram nýta skattfrjálsan séreignasparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Þá vill Viðreisn jafnframt leyfa þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár að nota úrræðið. Píratar leggja ólíkt öðrum megináherslu á fjármögnun bygginga til langtímaleigu og telja að ríkið eigi að styðja við leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Lækka þurfi leiguverð til þess að fólk geti safnað fyrir húsnæði.
Kosningar 2017 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira