Forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 17:23 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson eru forystumenn þeirra flokka sem eru með mest fylgi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist vilja forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þegar hún hófst við að útskýra stefnu flokksins í heilbrigðismálum, það sé hagkvæmari rekstur til lengri tíma litið. Til snarpra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks og Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þegar þau mættust í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa hvorir um sig mælst með mesta fylgið í skoðanakönnunum af þeim flokkum sem bjóða fram krafta sína til Alþingis í komandi þingkosningum. Tekist var á um skattapólitík, þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild, heilbrigðismál og margt fleira. Katrínu er, eins og margoft hefur komið fram í málflutningi frambjóðenda Vinstri grænna, mjög umhugað um að hlúa að innviðum samfélagsins og þá sérstaklega heilbrigðis-og menntakerfinu. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn bæði fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og fyrir að vara stöðugt við því að ekki megi ráðast í almennilega uppbyggingu því það geti aukið þenslu. Bjarni Benediktsson, sem veitir Sjálfstæðisflokki forystu, kannaðist ekki við það og sagðist einungis vara við auknum skattahækkunum. „Ég horfi til þess að við erum með Landspítala í þeirri stöðu að hann getur ekki staðið undir óbreyttum rekstri miðað við fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórna,“ segir Katrín í umfjöllun sinni um alvarleika stöðunnar.Landspítalinn var Katrínu ofarlega í huga í viðtali á Sprengisandi.Vísir/ErnirForgangsraðar í þágu hins opinbera kerfis„Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði. „Þegar ég segi að við viljum forgangsraða í þágu hins opinbera kerfis þá er það breytt forgangsröðun í heilbrigðismálum í takt við það sem fagaðilar eru að benda á, Landlæknir er að benda á að það þurfi að forgangsraða þessum grunnstoðum vegna þess að það er líka hagkvæmari rekstur á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma litið. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um aukin útgjöld, þetta snýst líka um það hvernig við verjum þeim peningum sem við verjum til að mynda til heilbrigðismála,“ segir Katrín um stefnu Vinstrihreyfingarinnar í heilbrigðismálum. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Segir holan hljóm í málflutningi Katrínar Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að stjórnmálamenningin á Alþingi þurfi að breytast. 22. október 2017 13:28