Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 10:00 Finn Wolfhard sést hér staddur í veislu vegna Golden Globe-verðlaunanna í byrjun árs. Á meðal þeirra sem héldu veisluna var framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company, fyrirtæki Harvey Weinstein, en merki þess má sjá neðst til vinstri á mynd. Vísir/Getty Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan. MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan.
MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01
„Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41