Stærra afrek en ég áttaði mig á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2017 06:00 Sælutilfinning. Gleði stelpnanna okkar var fölskvalaus eftir leikinn og það skiljanlega. Ótrúlegt afrek hjá þeim. fréttablaðið/getty Það höfðu líklega ekki margir trú á stelpunum okkar er þær spiluðu við eitt besta landslið heims, Þýskaland, á útivelli í gær. Skiljanlega enda er Þýskaland stórveldi í kvennaboltanum líkt og í karlaboltanum. Þýska liðið er ríkjandi Ólympíumeistari, hefur unnið HM tvisvar og EM átta sinnum. Liðið er í öðru sæti á FIFA-listanum og þetta var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni HM síðan 1997. Þetta segir allt um hversu rosalega öflugt þýska landsliðið er.Geggjuð frammistaða Stelpurnar í íslenska landsliðinu báru aftur á móti enga virðingu fyrir þýska liðinu í gær og keyrðu á þær þýsku. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og Elín Metta Jensen eitt. Elín Metta lagði þess utan upp bæði mörk Dagnýjar og Dagný lagði upp mark Mettu sem var einkar glæsilegt. Geggjuð frammistaða hjá þeim. Allt liðið var hins vegar stórkostlegt og íslenska liðið leiddi, 1-3, þar til tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru fáránlega spennandi fyrir bæði leikmenn sem og áhorfendur sem nöguðu neglurnar. Stelpurnar héldu þó út og fögnuðu að vonum vel og innilega eftir leikinn. Geggjuð frammistaða hjá þeim gegn liði sem Ísland hafði ekki skorað gegn í 30 ár. Draumurinn um fyrsta HM hjá kvennalandsliðinu lifir því góðu lífi. „Þetta er einn af bestu leikjum liðsins undir minni stjórn. Leikurinn gegn Frökkum á EM var líka með þeim betri,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari yfirvegaður nokkrum tímum eftir leik. Freyr segir að það hafi vissulega nánast allt gengið upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn. „Það kom ekki margt á óvart hjá þeim og framkvæmdin hjá leikmönnum var framúrskarandi. Við tókum mikið framfararskref í þessum leik,“ segir Freyr en hvernig leið honum með stöðuna 1-1 í hálfleik þegar Ísland hefði hæglega getað leitt með þremur mörkum? „Ég get alveg sagt það núna eftir leik að þegar við klikkum á tveimur dauðafærum í stöðunni 1-0, þá hugsaði ég að okkur yrði refsað. Maður verður að klára svona færi gegn Þýskalandi. Það er oft sagt að það sé verst að fá á sig mark rétt fyrir lok hálfleikja en ég ætla að snúa því við og segja að það sé best. Við vorum að verða passífar þarna og ég náði að grípa inn í þegar kom hálfleikur. Það var frábært.“Freyr fagnar öðru marki Dagnýjar Brynjarsdóttur með Dagnýju.fréttablaðið/afpFlökurt á hliðarlínunni Þýskaland minnkaði muninn í eitt mark tveimur mínútum fyrir leikslok og lokamínúturnar tóku á hjá þjálfaranum. „Síðustu mínúturnar eru alveg hrikalegar því þá getur maður ekki haft nein áhrif og það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem vill stýra öllu. Síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flökurt í fótboltaleik og hægt er. Sæluhrollurinn sem kom þegar flautað var af er eitthvað sem mann hefur dreymt um. Líka stoltið því ég er svo stoltur af stelpunum,“ segir Freyr en þarna var hann loksins kominn á flug um hvað afrekið væri stórt.Sagði ég bara vá „Ég vissi ekki að þær hefðu unnið alla þessa leiki á heimavelli í svona mörg ár og þegar ég vissi af því þá sagði ég bara vá. Þetta er stærra en ég áttaði mig á þó svo ég vissi að það væri stórt að vinna Þýskaland á útivelli,“ segir Freyr og bætir við að allir í kringum þýska liðið hafi verið í losti eftir leik en hann vorkenndi þeim ekki. „Þær báru enga virðingu fyrir okkur. Frá því dregið var í riðla ætluðu þær að vaða yfir öll lið og vildu að allt myndi snúast í kringum þær. Við gáfum ekkert eftir og það fór í taugarnar á þeim að við skyldum ekki leggjast niður og gera allt sem þær báðu okkur um að gera. Þetta var því einstaklega sætt að öllu leyti.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00 Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Það höfðu líklega ekki margir trú á stelpunum okkar er þær spiluðu við eitt besta landslið heims, Þýskaland, á útivelli í gær. Skiljanlega enda er Þýskaland stórveldi í kvennaboltanum líkt og í karlaboltanum. Þýska liðið er ríkjandi Ólympíumeistari, hefur unnið HM tvisvar og EM átta sinnum. Liðið er í öðru sæti á FIFA-listanum og þetta var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni HM síðan 1997. Þetta segir allt um hversu rosalega öflugt þýska landsliðið er.Geggjuð frammistaða Stelpurnar í íslenska landsliðinu báru aftur á móti enga virðingu fyrir þýska liðinu í gær og keyrðu á þær þýsku. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og Elín Metta Jensen eitt. Elín Metta lagði þess utan upp bæði mörk Dagnýjar og Dagný lagði upp mark Mettu sem var einkar glæsilegt. Geggjuð frammistaða hjá þeim. Allt liðið var hins vegar stórkostlegt og íslenska liðið leiddi, 1-3, þar til tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru fáránlega spennandi fyrir bæði leikmenn sem og áhorfendur sem nöguðu neglurnar. Stelpurnar héldu þó út og fögnuðu að vonum vel og innilega eftir leikinn. Geggjuð frammistaða hjá þeim gegn liði sem Ísland hafði ekki skorað gegn í 30 ár. Draumurinn um fyrsta HM hjá kvennalandsliðinu lifir því góðu lífi. „Þetta er einn af bestu leikjum liðsins undir minni stjórn. Leikurinn gegn Frökkum á EM var líka með þeim betri,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari yfirvegaður nokkrum tímum eftir leik. Freyr segir að það hafi vissulega nánast allt gengið upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn. „Það kom ekki margt á óvart hjá þeim og framkvæmdin hjá leikmönnum var framúrskarandi. Við tókum mikið framfararskref í þessum leik,“ segir Freyr en hvernig leið honum með stöðuna 1-1 í hálfleik þegar Ísland hefði hæglega getað leitt með þremur mörkum? „Ég get alveg sagt það núna eftir leik að þegar við klikkum á tveimur dauðafærum í stöðunni 1-0, þá hugsaði ég að okkur yrði refsað. Maður verður að klára svona færi gegn Þýskalandi. Það er oft sagt að það sé verst að fá á sig mark rétt fyrir lok hálfleikja en ég ætla að snúa því við og segja að það sé best. Við vorum að verða passífar þarna og ég náði að grípa inn í þegar kom hálfleikur. Það var frábært.“Freyr fagnar öðru marki Dagnýjar Brynjarsdóttur með Dagnýju.fréttablaðið/afpFlökurt á hliðarlínunni Þýskaland minnkaði muninn í eitt mark tveimur mínútum fyrir leikslok og lokamínúturnar tóku á hjá þjálfaranum. „Síðustu mínúturnar eru alveg hrikalegar því þá getur maður ekki haft nein áhrif og það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem vill stýra öllu. Síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flökurt í fótboltaleik og hægt er. Sæluhrollurinn sem kom þegar flautað var af er eitthvað sem mann hefur dreymt um. Líka stoltið því ég er svo stoltur af stelpunum,“ segir Freyr en þarna var hann loksins kominn á flug um hvað afrekið væri stórt.Sagði ég bara vá „Ég vissi ekki að þær hefðu unnið alla þessa leiki á heimavelli í svona mörg ár og þegar ég vissi af því þá sagði ég bara vá. Þetta er stærra en ég áttaði mig á þó svo ég vissi að það væri stórt að vinna Þýskaland á útivelli,“ segir Freyr og bætir við að allir í kringum þýska liðið hafi verið í losti eftir leik en hann vorkenndi þeim ekki. „Þær báru enga virðingu fyrir okkur. Frá því dregið var í riðla ætluðu þær að vaða yfir öll lið og vildu að allt myndi snúast í kringum þær. Við gáfum ekkert eftir og það fór í taugarnar á þeim að við skyldum ekki leggjast niður og gera allt sem þær báðu okkur um að gera. Þetta var því einstaklega sætt að öllu leyti.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00 Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00
Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08