Lögbann -- og ritskoðun og þöggun Vésteinn Valgarðsson skrifar 20. október 2017 16:00 Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun