„Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Ritstjórn skrifar 20. október 2017 15:15 Glamour/Getty „Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem konur geta opnað sig um áreitni og verða ekki fyrir annarsskonar áreitni sem felur í sér að vera ekki trúað.“ Þetta segir leikkonan og Óskarverðlaunahafinn Lupita Nyong´o í áhrifamiklum pistli sem hún birti í dag á vef New York Times. Þar opnar hún sig um sín kynni af framleiðandanum umdeilda Harvey Weinstein sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna ásakanna kvenna í Hollywood um kynferðislega áreitni. Nyong´o kynnist fyrst Weinstein þegar hún var ljúka skólagöngu sinni við Yale og að eigin sögn æst í að kynnast fólki innan bransans. En kvöldverðaboð, einkakvikmyndasýningar, boð um að fara upp á hótelherbergi og nudd var meðal þess sem hún upplifði, sem er svipað og aðrar konur hafa haft um framleiðandann að segja. Leikkonan þakkar þeim konum sem hafa stigið fram og gerðu henni kleift að rifja upp óþægilegar minningar og deila með öðrum. Á sínum tíma hafi hún verið hrædd við að segja frá en heitið sjálfri sér að vinna aldrei með Weinstein á sínum ferli. „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru konur í bransanum sem ég hefði getað talað við. Ég vildi að ég hefði vitað að það væri eyri sem vildi hlusta á mig.“ Hér má lesa greinina í heild sinni - við mælum með lestri. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Endurgerðu Victoria's Secret sýninguna með konum í öllum stærðum Glamour Brutu glerþakið með hælaskóm og hafnaboltakylfum Glamour Cara Delevingne prýðir forsíðu W Magazine Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour
„Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem konur geta opnað sig um áreitni og verða ekki fyrir annarsskonar áreitni sem felur í sér að vera ekki trúað.“ Þetta segir leikkonan og Óskarverðlaunahafinn Lupita Nyong´o í áhrifamiklum pistli sem hún birti í dag á vef New York Times. Þar opnar hún sig um sín kynni af framleiðandanum umdeilda Harvey Weinstein sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna ásakanna kvenna í Hollywood um kynferðislega áreitni. Nyong´o kynnist fyrst Weinstein þegar hún var ljúka skólagöngu sinni við Yale og að eigin sögn æst í að kynnast fólki innan bransans. En kvöldverðaboð, einkakvikmyndasýningar, boð um að fara upp á hótelherbergi og nudd var meðal þess sem hún upplifði, sem er svipað og aðrar konur hafa haft um framleiðandann að segja. Leikkonan þakkar þeim konum sem hafa stigið fram og gerðu henni kleift að rifja upp óþægilegar minningar og deila með öðrum. Á sínum tíma hafi hún verið hrædd við að segja frá en heitið sjálfri sér að vinna aldrei með Weinstein á sínum ferli. „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru konur í bransanum sem ég hefði getað talað við. Ég vildi að ég hefði vitað að það væri eyri sem vildi hlusta á mig.“ Hér má lesa greinina í heild sinni - við mælum með lestri.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Clueless 20 ára: Fimm staðreyndir um fötin Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Endurgerðu Victoria's Secret sýninguna með konum í öllum stærðum Glamour Brutu glerþakið með hælaskóm og hafnaboltakylfum Glamour Cara Delevingne prýðir forsíðu W Magazine Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour Taylor Swift hæst launaða konan í tónlistarbransanum Glamour