Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, situr fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13.30 í dag.
Þátturinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis en þar geta áhorfendur sent inn spurningar til Ágústs Ólafs, og þannig tekið þátt í umræðunum.
Fyrir útsendingu er hægt að senda spurningar á netfangið hulda@365.is.
