Skilvirk afgreiðsla á umsóknum hælisleitenda Ólafur Ísleifsson skrifar 21. október 2017 07:30 Fulltrúar Flokks fólksins eru tíðum spurðir um afstöðu til málefna hælisleitenda. Svarið við því er einfalt. Við viljum taka upp 48 stunda regluna sem Norðmenn hafa innleitt. Með þessu viljum við skilvirka afgreiðslu umsókna um leið og tekið er fyrir sístreymi úr ríkissjóði án fjárheimilda eins og nýleg dæmi eru um. Slík meðferð almannafjár er óábyrg og óboðleg af hálfu ábyrgra stjórnvalda.Lausatök í ríkisfjármálum hafa skaðleg áhrif í efnahagslífinu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki eins og nýleg dæmi staðfesta. Norðmenn eru kunnir á veraldarvísu fyrir framlög sín til þróunarríkja og skara fram úr öðrum þjóðum þegar fjárframlög í þessu efni eru borin saman við umfang efnahagslífsins. Norðmenn veita friðarverðlaun Nóbels og hafa leitast við að koma fram sem sáttasemjarar á alþjóðlegum vettvangi. Við Íslendingar þekkjum til framgöngu þeirra í því efni úr þorskastríðum og þökkum þeirra framlag. Með því að taka upp 48 stunda reglu að dæmi Norðmanna á forsendum skilvirkni og ábyrgrar stjórnar ríkisfjármála erum við í góðum félagsskap með frændum okkar og vinum í Noregi. Stefna Flokks fólksins í málefnum hælisleitenda er skýr. Hún styðst við bestu fyrirmynd sem fáanleg er.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Flokks fólksins eru tíðum spurðir um afstöðu til málefna hælisleitenda. Svarið við því er einfalt. Við viljum taka upp 48 stunda regluna sem Norðmenn hafa innleitt. Með þessu viljum við skilvirka afgreiðslu umsókna um leið og tekið er fyrir sístreymi úr ríkissjóði án fjárheimilda eins og nýleg dæmi eru um. Slík meðferð almannafjár er óábyrg og óboðleg af hálfu ábyrgra stjórnvalda.Lausatök í ríkisfjármálum hafa skaðleg áhrif í efnahagslífinu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki eins og nýleg dæmi staðfesta. Norðmenn eru kunnir á veraldarvísu fyrir framlög sín til þróunarríkja og skara fram úr öðrum þjóðum þegar fjárframlög í þessu efni eru borin saman við umfang efnahagslífsins. Norðmenn veita friðarverðlaun Nóbels og hafa leitast við að koma fram sem sáttasemjarar á alþjóðlegum vettvangi. Við Íslendingar þekkjum til framgöngu þeirra í því efni úr þorskastríðum og þökkum þeirra framlag. Með því að taka upp 48 stunda reglu að dæmi Norðmanna á forsendum skilvirkni og ábyrgrar stjórnar ríkisfjármála erum við í góðum félagsskap með frændum okkar og vinum í Noregi. Stefna Flokks fólksins í málefnum hælisleitenda er skýr. Hún styðst við bestu fyrirmynd sem fáanleg er.Höfundur skipar 1. sæti framboðslista Flokks fólksins í Reykjavík norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar