Föstudagsviðtalið: Brjálæðislegar breytingar í framtíðinni Jón Hákon Halldórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 20. október 2017 09:15 Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins eru sammála um að það þyrfti að spyrja þjóðina áður en ráðist yrði í aðildarviðræður við ESB. Fréttablaðið/Ernir „Ég held að það sé ýmislegt sem geri það líklegt að þessir tveir flokkar gætu unnið saman og hefði reyndar viljað sjá það síðasta vetur í fimm flokka viðræðunum. En það er auðvitað margt sem skilur okkur að líka. Við höfum skýrari áherslur til vinstri eins og klassískir jafnaðarmenn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um málefnalegan áherslumun milli Samfylkingar og Viðreisnar. „Við viljum byggja upp samfélag þar sem skattkerfið er notað sem tekjujöfnunartæki en ekki bara sem tekjuöflunartæki. Við viljum félagslegan stöðugleika og mikil ríkisumsvif þegar kemur að grunnþáttum eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi, við erum skeptískari út í einkavæðingu og útvistun á slíkum hlutum. Hins vegar þegar kemur að verkefnum eins og að koma á stöðugu efnahagslífi og gjaldmiðilsmálum þá deilum við þeirri sýn að íslensk króna sé okkur skeinuhætt og sé eins og hlandkoppur á úthafi og við ráðum lítið við hana,“ segir hann. Þá séu flokkarnir tveir með svipaðar áherslur hvað varðar samskipti Íslands við umheiminn. „Já, ég held ég geti tekið undir með Loga að það er töluverður munur á þessum flokkum. Ekki síst þegar við horfum til skattamála. Ég sé í rauninni ekki hvað aðskilur VG og Samfylkinguna. Ég hef verið að hugsa hver munurinn á þessum tveimur flokkum er í öðru en alþjóðamálum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Lítill munur sé á afstöðu flokkanna í skattamálum. „Við í Viðreisn höfum viljað fara varlega í allar skattahækkanir. Við höfum frekar sagt skattastopp og viljum skoða heildarmyndina,“ segir hún og leggur áherslu á að lækka efra virðisaukaskattsþrepið. Lækka þurfi tryggingargjaldið á fyrirtæki. „Það bitnar mikið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þurfa og vilja ráða til sín fólk, ekki síst í sprotakerfinu.“Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/ernirKosningaloforðin óraunhæfLjóst er að mikill vilji er meðal frambjóðendanna til þess að ræða skattamál, en Þorgerður tekur fram að sér þyki óábyrgt að lofa of miklu, eins og hún segir Samfylkinguna og Vinstri græn gera. „Við getum ekki verið að koma með skattaloforð sem eru upp á um það bil fimmtíu milljarða, plús eða mínus, eins og hjá Vinstri grænum eða Samfylkingu. Ég ætla bara að tala um þetta svolítið saman því það er ekki búið að fjármagna þetta. [...] Það á eftir að fjármagna þessi kosningaloforð og þess vegna segjum við í Viðreisn: við þurfum að fara varlega í skattahækkanir. Við skulum skoða skattkerfið heildstætt; skoða einföldun á skattkerfinu og halda áfram að greiða skuldir. Við þurfum að byggja þetta upp þannig að þetta verði sjálfbær velferð til lengri tíma, en ekki bara – að mínu mati – allt of óraunhæf kosningaloforð þar sem menn tala bara um það sem þeir halda að fólk vilji heyra. Mér finnst þetta ekki ábyrgt,“ segir Þorgerður, en Samfylkingin lofar til að mynda öruggu húsnæði fyrir alla, tvöföldun barnabóta, hærri lífeyri og gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Logi fullyrðir hins vegar að búið sé að ganga úr skugga um að hægt verði að fjármagna og efna öll þeirra kosningaloforð. „Það er með hertu skattaeftirliti, við ætlum að vera með tekjutengdan stóreignaskatt, við ætlum að auka tekjur á ferðaþjónustu eins og allir hérna við borðið, við ætlum að fá arðgreiðslur út úr bönkunum, ætlum að fá hóflega meira út úr veiðigjöldum, erum að tala um að orkufyrirtæki greiði auðlindarentu, erum að tala um stigvaxandi fjármagnstekjuskatt. Þetta er allt listað niður hjá okkur, rúnnað af í milljörðum og það nægir til að efna okkar kosningaloforð. Aðrir hafa ekki gert þetta.“ Flokkur fólksins bauð fram í fyrsta skipti fyrir alþingiskosningarnar 2016 og býður nú fram í annað sinn. Flokkurinn segist ætla að útrýma fátækt hér á landi. „Flokkur fólksins var stofnaður utan um mál sem snýr að fólki sem hefur borið skarðan hlut frá borði í þessari velmegun og hagsæld sem við búum við í dag. Við viljum afnema frítekjumark með öllu á atvinnutekjur eldri borgara, jafnt sem öryrkja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem segist einnig vilja tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu á mánuði. „Við erum að gera hóflegar kröfur, erum að fara fram á algjöra lágmarksframfærslu og það veit það hver heilvita maður sem vill vita að húsnæðiskostnaðurinn einn og sér, bara á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í Reykjavík, er svo yfirþyrmandi og íþyngjandi að 300 þúsund króna lágmarksframfærslan sem við erum að kalla eftir gerir ekki mikið meira en að borga leigu fyrir tveggja herbergja íbúð, rafmagn, hita, og síma,“ segir Inga.Hvaðan eiga peningarnir að koma? Logi Már segir sér þykja kosningaloforð Ingu óraunhæf og krefur hana svara um hvaðan peningarnir eigi að koma. „Þrjú hundruð þúsund króna skattfrjáls framfærsla er engin ofrausn og auðvitað eitthvað sem við hljótum að stefna að. En svona loforð myndu kosta 140 milljarða og ég veit ekki hvaðan þeir peningar eiga að koma á einu bretti. Ef við erum spurð um varfærin loforð upp á 30 til 40 milljarða þá hljótið þið að spyrja hana hvar hún ætlar að finna 140 milljarða plús öll önnur loforð sem hún er að gefa,“ segir Logi. Inga segist ekki hafa heyrt svo háar tölur fyrr. „Hvaðan kemur þessi 140 milljarða króna tala? Hefur þú heyrt hana, Þorgerður? Ég held að þetta sé í kringum 19 milljarðar,“ segir Inga Sæland. Hún segir Flokk fólksins vilja staðgreiðslu á inngreiðslu í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segist telja að ríkið geti aflað 40 milljarða króna á ári með því. „Þá minnkar það fé sem þeir hafa til að ávaxta,“ segir Logi og hvetur til varfærni þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Þorgerður Katrín tekur undir. „Ég held að við verðum að fara afskaplega varlega í okkar skuldbindingar sem við höfum sett í lífeyrissjóðina. Þetta eru framtíðarskuldbindingar,“ segir hún. Talið berst að menntakerfinu enda var Þorgerður Katrín ráðherra málaflokksins um tæplega sex ára skeið. „Mér finnst pínulítið hvimleitt þegar við erum að tala niður heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið okkar. Miklu heldur eigum við að tala um að við eigum að byggja ofan á þetta. Því það er svo margt gott að gerast. Ég hef þurft á menntakerfinu að halda, ekki síður en heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur aldrei brugðist gagnvart börnunum mínum þegar á hefur reynt. En hins vegar þurfum við að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og það sama með menntakerfið. Við þurfum að auka sveigjanleikann í skólakerfinu. Við þurfum að taka betur utan um kennara og kennaramenntun, vera með meiri endurgjöf og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Framhaldsskólarnir þurfi á meira fé að halda og endurskoða þurfi reiknilíkan þeirra. Þá þurfi að vera hægt að taka tillit til fjölbreyttra þarfa einstaklinga sem leita í kerfið. „Ég get alveg viðurkennt það að ég er pínu hlutdræg, ég á börn sem eru alls konar, en ég vil bara að skólakerfið sé opið fyrir börn með alls konar þarfir. Hvort sem það eru sérþarfir eða ekki. Við verðum að taka tillit til þess í fjárveitingum og ekki stilla skólum upp við vegg,“ segir Þorgerður. Þá segjast Logi og Þorgerður sammála um að það hafi verið mistök að takmarka aðgengi fólks eldra en 25 ára að framhaldsskólum. „Að það sé lokað á fólk sem hefur verið að vinna lengi innan atvinnulífsins, ófaglært, en er að bæta við sig menntun og þekkingu – mér finnst það vitlaus og röng nálgun,“ segir Þorgerður.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/ernirSvikin loforð Logi gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að svíkja loforð um að sparnaðurinn af styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár yrði eftir í framhaldsskólunum. „Ég hefði talið að það væri frumskilyrði að standa við það loforð, en það var ekki efnt,“ segir Logi og bætir við að þetta loforð verði að efna. Þá segir hann háskólakerfið fá helming þess fjármagns sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. „En ég er sammála Þorgerði í því að við eigum ekki að vera að tala niður menntakerfið. En ég er ekkert endilega sammála því að við eigum að vera að byggja ofan á það óbreytt. Við erum nefnilega að fara að takast á við brjálæðislegar breytingar í framtíðinni. Við erum í svona nýju umhverfi þar sem störf munu breytast og önnur verða til. Lykillinn að því að fóta sig í þessum hverfula heimi er að menn hafi sköpunargáfu og sköpunarkraft og að menn efli tölvuþekkingu, nýsköpun og rannsóknir. Annars mun okkur ekki farnast vel,“ segir Logi. Hann telur mjög ólíklegt að iðnnám verði í framtíðinni með sama hætti og í dag. „Við þurfum að fara að búa til einstaklinga sem geta tekist á við ný verkefni með nýrri tækni. Þess vegna þurfum við að ráðast í stórsókn í menntamálum. Það er ekki nóg að setja peninga í þetta. Við þurfum að fara að horfa á menntakerfið með öðrum hætti. Það verður ekki þannig að við förum inn í skólakerfið 7 ára og hættum 23 ára. Þetta verður símenntun,“ segir Logi. Inga leggur höfuðáherslu á geðrækt í menntakerfinu frá leikskólaaldri og að vel verði fylgst með börnum sem upplifi vanlíðan. „Auðvitað eigum við ekki að tala niður menntakerfið en engu að síður er það staðreynd að 30 prósent ungra drengja útskrifast úr 10. bekk illa læsir eða með lélegan lesskilning. Hvers vegna skyldi þá nokkur vera undrandi á því að það eru gríðarleg afföll úr framhaldsskólum? Er ekki lágmark að kenna þeim að lesa?“ spyr Inga. Algjört lykilatrið sé að efla sálfræðiaðstoð í skólunum. Logi og Þorgerður eru sammála um að sálfræðiþjónusta í skólunum verði efld og öll eru þau sammála um að hún þurfi að vera gjaldfrjáls. „Það er ekki spurning og það er sem betur fer það sem allir flokkarnir hafa verið að tala fyrir,“ segir Þorgerður. Þorgerður vill líka að hægt sé að tengja betur iðnnám, starfsmenntun og skapandi greinar við grunnskólana. „Eitt sem ég hef aldrei skilið er af hverju stúdentspróf er bara fyrir bóknámsgreinar. Af hverju geturðu ekki verið með stúdentspróf af húsasmíðabraut og svo framvegis? Ef þú klárar sem smiður, af hverju máttu þá ekki fá hvítan koll eins og aðrir?“ spyr Þorgerður. Gömlu viðmiðin eigi ekki lengur við.Þau Logi, Þorgerður og Inga Sæland segja talsverðan stefnumun vera á flokkum sínum. vísir/ErnirMargt getur breyst Samfylkingin hefur í gegnum tíðina beitt sér hvað harðast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Sömuleiðis var innganga helsta stefnumál Viðreisnar þegar flokkurinn var stofnaður í maí í fyrra. Hins vegar hefur lítið heyrst af Evrópumálum í þessari kosningabaráttu, og vaknar því sú spurning hvort búið sé að leggja Evrópusambandsmál til hliðar. „Ég held að í augnablikinu séum við í þeirri stöðu að það sé engin leið fær í þá átt nema að þjóðin segi sína skoðun. Ég er sannfærður um að það er spennandi kostur að sjá samning og ég er viss um að það geti leyst mikið af okkar vandamálum ef við náum hagstæðum samningi,“ segir Logi Már, sem viðurkennir að mögulega hefði Samfylkingin átt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildarviðræðna, áður en þær hófust árið 2009. Þorgerður tekur undir. „Ég finn það að ungt fólk vill ekki að þessi valkostur sé tekinn frá þeim,“ segir hún. „Eigum við að gera Evrópusambandið að kosningamáli? Það er ekki stærsta kosningamálið en það sem er mikilvægast er að því verði ekki ýtt út af borðinu og þar mun ég spyrna við fótum. Ég vil líka benda á það, að formaður Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir því að taka upp evru árið 2009. Á tveimur árum var hann búinn að skipta um skoðun. Það er allt í lagi að skipta um skoðun, en það sem ég er að reyna að draga fram er að á tveimur árum getur gerst mjög mikið,“ bætir hún við. Inga Sæland segir Flokk fólksins ekki hlynntan aðild að Evrópusambandinu. „Mín skoðun fyrir tveimur árum var önnur en nú, en í ljósi breyttra aðstæðna og þess stöðugleika sem við búum við í dag,“ segir hún. „En ef það kæmi að því, ef við værum í samstarfi við þetta ágæta fólk og hugmyndin er uppi hvort það eigi að láta þjóðina ákveða, þá höfum við ævinlega sagt já.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.vísir/ernirMannúðin að leiðarljósi Málefni flóttamanna og hælisleitenda hafa farið nokkuð hátt undanfarin misseri, ekki síst vegna máls tveggja ungra stúlkna, frá Nígeríu og Afganistan, sem vísa átti úr landi. Mál þeirra voru tekin til efnislegrar meðferðar eftir mótmæli og undirskriftasafnanir. Inga Sæland segist nokkuð sátt við kerfið líkt og staðan sé nú, en segir mikilvægt að hraða málsmeðferð. Þannig eigi hún aldrei að taka meira en 48 klukkustundir. „Það er svo afskaplega mikilvægt að vera með öruggt regluverk þannig að fólk viti hvar það stendur þegar það kemur hingað sem gestir, svo það viti hverju það megi eiga von á,“ segir hún og bætir við að ríkisvaldið megi ekki draga lappirnar í þessum málefnum. Sömuleiðis megi ekki vísa fólki sem sé í bráðri hættu eða neyð út í opinn dauðann. Logi Már segir að vissulega sé gott að hraða málsmeðferð, en efast um ágæti 48 stunda reglunnar. „Það má aldrei gera hlutina svo hratt að það sé ekki hægt að skoða aðstæður á hverjum tíma. Hvert mál, ekki síst þegar það snýr að börnum, þarf að skoða sem einstakt mál,“ segir hann. Ávallt þurfi að hafa mannúðina að leiðarljósi, sem Þorgerður Katrín tekur undir: „Það er félagslegur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að taka á móti hælisleitendum, innflytjendum, en ekki síður það sem sumir ættu að skilja betur, og það er efnahagslegur ávinningur. Hann er gríðarlega mikill fyrir íslenskt samfélag til skemmri og lengri tíma litið. Þannig að ég hef oft bent á það að mér fannst með ólíkindum hvernig uppreist æru gat bara flotið beint í gegnum kerfið, en öllum steinum velt við þegar þessi tvö börn áttu í hlut,“ segir Þorgerður. Inga tekur einnig undir mannúðarsjónarmiðin, en ítrekar mikilvægi reglugerða. „Við viljum taka upp vegabréfaeftirlit og hafa almennilegt landamæraeftirlit – við viljum vita hverjir eru gestir okkar,“ segir hún og Logi svarar: „Þú vilt sem sagt ganga í öfuga átt við Samfylkinguna.“ „Greinilega,“ svarar Inga.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Ég held að það sé ýmislegt sem geri það líklegt að þessir tveir flokkar gætu unnið saman og hefði reyndar viljað sjá það síðasta vetur í fimm flokka viðræðunum. En það er auðvitað margt sem skilur okkur að líka. Við höfum skýrari áherslur til vinstri eins og klassískir jafnaðarmenn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um málefnalegan áherslumun milli Samfylkingar og Viðreisnar. „Við viljum byggja upp samfélag þar sem skattkerfið er notað sem tekjujöfnunartæki en ekki bara sem tekjuöflunartæki. Við viljum félagslegan stöðugleika og mikil ríkisumsvif þegar kemur að grunnþáttum eins og heilbrigðiskerfi og menntakerfi, við erum skeptískari út í einkavæðingu og útvistun á slíkum hlutum. Hins vegar þegar kemur að verkefnum eins og að koma á stöðugu efnahagslífi og gjaldmiðilsmálum þá deilum við þeirri sýn að íslensk króna sé okkur skeinuhætt og sé eins og hlandkoppur á úthafi og við ráðum lítið við hana,“ segir hann. Þá séu flokkarnir tveir með svipaðar áherslur hvað varðar samskipti Íslands við umheiminn. „Já, ég held ég geti tekið undir með Loga að það er töluverður munur á þessum flokkum. Ekki síst þegar við horfum til skattamála. Ég sé í rauninni ekki hvað aðskilur VG og Samfylkinguna. Ég hef verið að hugsa hver munurinn á þessum tveimur flokkum er í öðru en alþjóðamálum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Lítill munur sé á afstöðu flokkanna í skattamálum. „Við í Viðreisn höfum viljað fara varlega í allar skattahækkanir. Við höfum frekar sagt skattastopp og viljum skoða heildarmyndina,“ segir hún og leggur áherslu á að lækka efra virðisaukaskattsþrepið. Lækka þurfi tryggingargjaldið á fyrirtæki. „Það bitnar mikið á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þurfa og vilja ráða til sín fólk, ekki síst í sprotakerfinu.“Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/ernirKosningaloforðin óraunhæfLjóst er að mikill vilji er meðal frambjóðendanna til þess að ræða skattamál, en Þorgerður tekur fram að sér þyki óábyrgt að lofa of miklu, eins og hún segir Samfylkinguna og Vinstri græn gera. „Við getum ekki verið að koma með skattaloforð sem eru upp á um það bil fimmtíu milljarða, plús eða mínus, eins og hjá Vinstri grænum eða Samfylkingu. Ég ætla bara að tala um þetta svolítið saman því það er ekki búið að fjármagna þetta. [...] Það á eftir að fjármagna þessi kosningaloforð og þess vegna segjum við í Viðreisn: við þurfum að fara varlega í skattahækkanir. Við skulum skoða skattkerfið heildstætt; skoða einföldun á skattkerfinu og halda áfram að greiða skuldir. Við þurfum að byggja þetta upp þannig að þetta verði sjálfbær velferð til lengri tíma, en ekki bara – að mínu mati – allt of óraunhæf kosningaloforð þar sem menn tala bara um það sem þeir halda að fólk vilji heyra. Mér finnst þetta ekki ábyrgt,“ segir Þorgerður, en Samfylkingin lofar til að mynda öruggu húsnæði fyrir alla, tvöföldun barnabóta, hærri lífeyri og gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Logi fullyrðir hins vegar að búið sé að ganga úr skugga um að hægt verði að fjármagna og efna öll þeirra kosningaloforð. „Það er með hertu skattaeftirliti, við ætlum að vera með tekjutengdan stóreignaskatt, við ætlum að auka tekjur á ferðaþjónustu eins og allir hérna við borðið, við ætlum að fá arðgreiðslur út úr bönkunum, ætlum að fá hóflega meira út úr veiðigjöldum, erum að tala um að orkufyrirtæki greiði auðlindarentu, erum að tala um stigvaxandi fjármagnstekjuskatt. Þetta er allt listað niður hjá okkur, rúnnað af í milljörðum og það nægir til að efna okkar kosningaloforð. Aðrir hafa ekki gert þetta.“ Flokkur fólksins bauð fram í fyrsta skipti fyrir alþingiskosningarnar 2016 og býður nú fram í annað sinn. Flokkurinn segist ætla að útrýma fátækt hér á landi. „Flokkur fólksins var stofnaður utan um mál sem snýr að fólki sem hefur borið skarðan hlut frá borði í þessari velmegun og hagsæld sem við búum við í dag. Við viljum afnema frítekjumark með öllu á atvinnutekjur eldri borgara, jafnt sem öryrkja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem segist einnig vilja tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu á mánuði. „Við erum að gera hóflegar kröfur, erum að fara fram á algjöra lágmarksframfærslu og það veit það hver heilvita maður sem vill vita að húsnæðiskostnaðurinn einn og sér, bara á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega í Reykjavík, er svo yfirþyrmandi og íþyngjandi að 300 þúsund króna lágmarksframfærslan sem við erum að kalla eftir gerir ekki mikið meira en að borga leigu fyrir tveggja herbergja íbúð, rafmagn, hita, og síma,“ segir Inga.Hvaðan eiga peningarnir að koma? Logi Már segir sér þykja kosningaloforð Ingu óraunhæf og krefur hana svara um hvaðan peningarnir eigi að koma. „Þrjú hundruð þúsund króna skattfrjáls framfærsla er engin ofrausn og auðvitað eitthvað sem við hljótum að stefna að. En svona loforð myndu kosta 140 milljarða og ég veit ekki hvaðan þeir peningar eiga að koma á einu bretti. Ef við erum spurð um varfærin loforð upp á 30 til 40 milljarða þá hljótið þið að spyrja hana hvar hún ætlar að finna 140 milljarða plús öll önnur loforð sem hún er að gefa,“ segir Logi. Inga segist ekki hafa heyrt svo háar tölur fyrr. „Hvaðan kemur þessi 140 milljarða króna tala? Hefur þú heyrt hana, Þorgerður? Ég held að þetta sé í kringum 19 milljarðar,“ segir Inga Sæland. Hún segir Flokk fólksins vilja staðgreiðslu á inngreiðslu í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna og segist telja að ríkið geti aflað 40 milljarða króna á ári með því. „Þá minnkar það fé sem þeir hafa til að ávaxta,“ segir Logi og hvetur til varfærni þegar kemur að lífeyrissjóðunum. Þorgerður Katrín tekur undir. „Ég held að við verðum að fara afskaplega varlega í okkar skuldbindingar sem við höfum sett í lífeyrissjóðina. Þetta eru framtíðarskuldbindingar,“ segir hún. Talið berst að menntakerfinu enda var Þorgerður Katrín ráðherra málaflokksins um tæplega sex ára skeið. „Mér finnst pínulítið hvimleitt þegar við erum að tala niður heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið okkar. Miklu heldur eigum við að tala um að við eigum að byggja ofan á þetta. Því það er svo margt gott að gerast. Ég hef þurft á menntakerfinu að halda, ekki síður en heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur aldrei brugðist gagnvart börnunum mínum þegar á hefur reynt. En hins vegar þurfum við að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og það sama með menntakerfið. Við þurfum að auka sveigjanleikann í skólakerfinu. Við þurfum að taka betur utan um kennara og kennaramenntun, vera með meiri endurgjöf og svo framvegis,“ segir Þorgerður. Framhaldsskólarnir þurfi á meira fé að halda og endurskoða þurfi reiknilíkan þeirra. Þá þurfi að vera hægt að taka tillit til fjölbreyttra þarfa einstaklinga sem leita í kerfið. „Ég get alveg viðurkennt það að ég er pínu hlutdræg, ég á börn sem eru alls konar, en ég vil bara að skólakerfið sé opið fyrir börn með alls konar þarfir. Hvort sem það eru sérþarfir eða ekki. Við verðum að taka tillit til þess í fjárveitingum og ekki stilla skólum upp við vegg,“ segir Þorgerður. Þá segjast Logi og Þorgerður sammála um að það hafi verið mistök að takmarka aðgengi fólks eldra en 25 ára að framhaldsskólum. „Að það sé lokað á fólk sem hefur verið að vinna lengi innan atvinnulífsins, ófaglært, en er að bæta við sig menntun og þekkingu – mér finnst það vitlaus og röng nálgun,“ segir Þorgerður.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/ernirSvikin loforð Logi gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að svíkja loforð um að sparnaðurinn af styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár yrði eftir í framhaldsskólunum. „Ég hefði talið að það væri frumskilyrði að standa við það loforð, en það var ekki efnt,“ segir Logi og bætir við að þetta loforð verði að efna. Þá segir hann háskólakerfið fá helming þess fjármagns sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. „En ég er sammála Þorgerði í því að við eigum ekki að vera að tala niður menntakerfið. En ég er ekkert endilega sammála því að við eigum að vera að byggja ofan á það óbreytt. Við erum nefnilega að fara að takast á við brjálæðislegar breytingar í framtíðinni. Við erum í svona nýju umhverfi þar sem störf munu breytast og önnur verða til. Lykillinn að því að fóta sig í þessum hverfula heimi er að menn hafi sköpunargáfu og sköpunarkraft og að menn efli tölvuþekkingu, nýsköpun og rannsóknir. Annars mun okkur ekki farnast vel,“ segir Logi. Hann telur mjög ólíklegt að iðnnám verði í framtíðinni með sama hætti og í dag. „Við þurfum að fara að búa til einstaklinga sem geta tekist á við ný verkefni með nýrri tækni. Þess vegna þurfum við að ráðast í stórsókn í menntamálum. Það er ekki nóg að setja peninga í þetta. Við þurfum að fara að horfa á menntakerfið með öðrum hætti. Það verður ekki þannig að við förum inn í skólakerfið 7 ára og hættum 23 ára. Þetta verður símenntun,“ segir Logi. Inga leggur höfuðáherslu á geðrækt í menntakerfinu frá leikskólaaldri og að vel verði fylgst með börnum sem upplifi vanlíðan. „Auðvitað eigum við ekki að tala niður menntakerfið en engu að síður er það staðreynd að 30 prósent ungra drengja útskrifast úr 10. bekk illa læsir eða með lélegan lesskilning. Hvers vegna skyldi þá nokkur vera undrandi á því að það eru gríðarleg afföll úr framhaldsskólum? Er ekki lágmark að kenna þeim að lesa?“ spyr Inga. Algjört lykilatrið sé að efla sálfræðiaðstoð í skólunum. Logi og Þorgerður eru sammála um að sálfræðiþjónusta í skólunum verði efld og öll eru þau sammála um að hún þurfi að vera gjaldfrjáls. „Það er ekki spurning og það er sem betur fer það sem allir flokkarnir hafa verið að tala fyrir,“ segir Þorgerður. Þorgerður vill líka að hægt sé að tengja betur iðnnám, starfsmenntun og skapandi greinar við grunnskólana. „Eitt sem ég hef aldrei skilið er af hverju stúdentspróf er bara fyrir bóknámsgreinar. Af hverju geturðu ekki verið með stúdentspróf af húsasmíðabraut og svo framvegis? Ef þú klárar sem smiður, af hverju máttu þá ekki fá hvítan koll eins og aðrir?“ spyr Þorgerður. Gömlu viðmiðin eigi ekki lengur við.Þau Logi, Þorgerður og Inga Sæland segja talsverðan stefnumun vera á flokkum sínum. vísir/ErnirMargt getur breyst Samfylkingin hefur í gegnum tíðina beitt sér hvað harðast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Sömuleiðis var innganga helsta stefnumál Viðreisnar þegar flokkurinn var stofnaður í maí í fyrra. Hins vegar hefur lítið heyrst af Evrópumálum í þessari kosningabaráttu, og vaknar því sú spurning hvort búið sé að leggja Evrópusambandsmál til hliðar. „Ég held að í augnablikinu séum við í þeirri stöðu að það sé engin leið fær í þá átt nema að þjóðin segi sína skoðun. Ég er sannfærður um að það er spennandi kostur að sjá samning og ég er viss um að það geti leyst mikið af okkar vandamálum ef við náum hagstæðum samningi,“ segir Logi Már, sem viðurkennir að mögulega hefði Samfylkingin átt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildarviðræðna, áður en þær hófust árið 2009. Þorgerður tekur undir. „Ég finn það að ungt fólk vill ekki að þessi valkostur sé tekinn frá þeim,“ segir hún. „Eigum við að gera Evrópusambandið að kosningamáli? Það er ekki stærsta kosningamálið en það sem er mikilvægast er að því verði ekki ýtt út af borðinu og þar mun ég spyrna við fótum. Ég vil líka benda á það, að formaður Sjálfstæðisflokksins talaði fyrir því að taka upp evru árið 2009. Á tveimur árum var hann búinn að skipta um skoðun. Það er allt í lagi að skipta um skoðun, en það sem ég er að reyna að draga fram er að á tveimur árum getur gerst mjög mikið,“ bætir hún við. Inga Sæland segir Flokk fólksins ekki hlynntan aðild að Evrópusambandinu. „Mín skoðun fyrir tveimur árum var önnur en nú, en í ljósi breyttra aðstæðna og þess stöðugleika sem við búum við í dag,“ segir hún. „En ef það kæmi að því, ef við værum í samstarfi við þetta ágæta fólk og hugmyndin er uppi hvort það eigi að láta þjóðina ákveða, þá höfum við ævinlega sagt já.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.vísir/ernirMannúðin að leiðarljósi Málefni flóttamanna og hælisleitenda hafa farið nokkuð hátt undanfarin misseri, ekki síst vegna máls tveggja ungra stúlkna, frá Nígeríu og Afganistan, sem vísa átti úr landi. Mál þeirra voru tekin til efnislegrar meðferðar eftir mótmæli og undirskriftasafnanir. Inga Sæland segist nokkuð sátt við kerfið líkt og staðan sé nú, en segir mikilvægt að hraða málsmeðferð. Þannig eigi hún aldrei að taka meira en 48 klukkustundir. „Það er svo afskaplega mikilvægt að vera með öruggt regluverk þannig að fólk viti hvar það stendur þegar það kemur hingað sem gestir, svo það viti hverju það megi eiga von á,“ segir hún og bætir við að ríkisvaldið megi ekki draga lappirnar í þessum málefnum. Sömuleiðis megi ekki vísa fólki sem sé í bráðri hættu eða neyð út í opinn dauðann. Logi Már segir að vissulega sé gott að hraða málsmeðferð, en efast um ágæti 48 stunda reglunnar. „Það má aldrei gera hlutina svo hratt að það sé ekki hægt að skoða aðstæður á hverjum tíma. Hvert mál, ekki síst þegar það snýr að börnum, þarf að skoða sem einstakt mál,“ segir hann. Ávallt þurfi að hafa mannúðina að leiðarljósi, sem Þorgerður Katrín tekur undir: „Það er félagslegur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að taka á móti hælisleitendum, innflytjendum, en ekki síður það sem sumir ættu að skilja betur, og það er efnahagslegur ávinningur. Hann er gríðarlega mikill fyrir íslenskt samfélag til skemmri og lengri tíma litið. Þannig að ég hef oft bent á það að mér fannst með ólíkindum hvernig uppreist æru gat bara flotið beint í gegnum kerfið, en öllum steinum velt við þegar þessi tvö börn áttu í hlut,“ segir Þorgerður. Inga tekur einnig undir mannúðarsjónarmiðin, en ítrekar mikilvægi reglugerða. „Við viljum taka upp vegabréfaeftirlit og hafa almennilegt landamæraeftirlit – við viljum vita hverjir eru gestir okkar,“ segir hún og Logi svarar: „Þú vilt sem sagt ganga í öfuga átt við Samfylkinguna.“ „Greinilega,“ svarar Inga.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira