Borgin greiddi 4,8 milljónir fyrir hið meinta áróðursrit Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ásamt meirihlutanum sakaður um að hafa dreift kosningaáróðri í boði borgarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í Reykjavík, sem dreift var í hús í vikunni, kostaði borgina alls 4,8 milljónir króna. Minnihlutinn í borginni hefur gagnrýnt dreifingu bæklingsins harðlega og segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að vafi leiki á því hvort Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi haft heimild til að ráðstafa fénu með þessum hætti. „Þetta er ansi há tala og það er klárt að það leikur vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka þessa ákvörðun. Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun í borgarstjórn á þriðjudag þar sem útgáfa kynningarritsins var harðlega gagnrýnd. Bæjarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sagði óviðunandi að meirihlutinn í borginni „misnoti nú aðstöðu sína korteri fyrir kosningar og dreifi auglýsingabæklingi um glærusýningar borgarstjóra“, eins og það var orðað í bókuninni. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir upplýsingum um kostnað við það sem þeir kölluðu kosningabækling.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.„Ellefu dögum fyrir alþingiskosningar, lætur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, dreifa fjörutíu blaðsíðna riti á öll heimili í Reykjavík með áróðri um húsnæðismál sem eru eitt helsta kosningamálið í komandi kosningum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð enda er með öllu ótækt að borgarstjóri noti almannafé í pólitískum tilgangi með slíkum hætti. Meirihlutinn benti þó á að upplýsingafundir um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hafi verið haldnir árum saman og síðustu tvö ár hafi verið gefið út upplýsingaefni af því tilefni. Alþingiskosningarnar hefðu ekkert með þessa upplýsingamiðlun að gera. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um kostnaðinn við prentun og dreifingu ritsins og fékk þær upplýsingar að prentun hafi kostaði 1.750 þúsund krónur og dreifing 640 þúsund. Þá fékk almannatengslafyrirtækið Athygli 2,4 milljónir fyrir skrif og uppsetningu. Alls 4.790.000 krónur. Þá fengust þær upplýsingar hjá borginni að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar hafi látið vinna bæklinginn. Svipaður bæklingur hafi verið unninn í fyrra fyrir sama fund sem haldinn var á sama tíma og nú. Tímasetningin hafi verið ákveðin í vor og sömuleiðis kynningaruppleggið, þegar fátt benti til að gengið yrði til alþingiskosninga á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira