Íslenska fimmtán ára landsliðið í fótbolta vann tvo sannfærandi sigra á Færeyingum í tveimur æfingaleikjum um helgina. Íslensku strákarnir unnu fyrri leikinn 5-1 en þann síðari 7-0.
Danijel Dejan Djuric skoraði þrennu í seinni leiknum sem fram fór í Akraneshöllinni en öll þrjú mörkin hans komu í fyrri hálfleik og hann skoraði þau öll af vítapunktinum. Danijel Dejan Djuric kemur frá Breiðabliki.
Hin mörk íslenska liðsins skoruðu þeir Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan), Ísak Bergmann Jóhannesson (ÍA), Tómas Þórisson (Víkingur R.) og Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss).
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) skoraði tvö mörk í fyrri leiknum en þá skoraði Danijel Dejan Djuric einnig úr vítaspyrnu. Hin mörkin tvö skoruðu þeir Ari Sigurpálsson (HK) og Ívan Óli Santos (ÍR).
Eins og sést á þessari upptalningu þá voru strákar úr sjö félögum sem náðu að skora í þessum tveimur leikjum á móti Færeyjum. Það eru því greinilega að koma upp sterkir leikmenn á mörgum stöðum á landinu.
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er fyrirliði íslenska liðsins en hann er sonur Jóhannes Karls Guðjónssonar. Ísak Bergmann skoraði markið sitt um helgina beint úr aukaspyrnu en faðir hans var nú þekktur fyrir slík tilþrif.
Dean Edward Martin er þjálfari íslenska liðsins og voru þetta hans tveir fyrstu leikir með íslenskt landslið. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessari byrjun.
Var með vítaspyrnuþrennu á móti Færeyjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn

„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn