Óttarr var Ali Dia Benedikt Bóas skrifar 30. október 2017 07:00 Á síðasta þingi voru margir þingmenn alveg skelfilega lélegir í vinnunni og áttu ekki sinn besta leik svo vitnað sé í íþróttalýsingar. Alltof margir virtust hugsa: hvað getur Alþingi gert fyrir mig, í staðinn fyrir að hugsa öfugt, hvað get ég gert fyrir Alþingi. Við fengum meðal annars Óttar Proppé í heilbrigðismálin. Það var vont. Hann vissi greinilega ekkert hvað hann var að gera þar. Ég ætla að kjósa hann versta stjórnmálamanninn á síðasta þingi. Hann var Ali Dia Alþingis. Ali Dia þessi er frægur fyrir að hafa logið sig inn í lið Southampton og spilað einn leik í ensku úrvalsdeildinni. Fljótlega var þó ljóst að hann gat ekki neitt og var hann tekinn út af – eftir að hafa komið inn á! Óttarr var svipaður. Það sáu allir að hann gat ekkert í þessu ráðuneyti en það var bara ekki hægt að skipta honum út af. Því miður. Og nú erum við stödd á nákvæmlega sama stað með þetta blessaða kerfi okkar og við vorum fyrir ári. Sumir þingmenn virtust líka bara geta flotið með straumnum. Þurftu ekki að gera neitt. Létu aðra um verkin. Voru bara fyrir aftan og sögðu ekkert, gerðu ekkert og hirtu bara launin sín. Ég þoli ekki letingja og á Alþingi í fyrra voru of margir letihaugar. Mikið vona ég að fólkið sem sest næst á þing geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir, standi með sjálfum sér og vinni vinnuna sína. Ég held nefnilega að Íslendingar séu orðnir svolítið þreyttir á að alþingismenn fái 100 daga jólafrí, 60 daga páskafrí, 500 daga sumarfrí og séu almennt ekkert við hið háa ræðupúlt – heldur bara töff á Instagram og Twitter. Ég vil fá duglegt fólk á Alþingi – einhverja sem ráða við djobbið. Annars geta menn bara sleppt þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun
Á síðasta þingi voru margir þingmenn alveg skelfilega lélegir í vinnunni og áttu ekki sinn besta leik svo vitnað sé í íþróttalýsingar. Alltof margir virtust hugsa: hvað getur Alþingi gert fyrir mig, í staðinn fyrir að hugsa öfugt, hvað get ég gert fyrir Alþingi. Við fengum meðal annars Óttar Proppé í heilbrigðismálin. Það var vont. Hann vissi greinilega ekkert hvað hann var að gera þar. Ég ætla að kjósa hann versta stjórnmálamanninn á síðasta þingi. Hann var Ali Dia Alþingis. Ali Dia þessi er frægur fyrir að hafa logið sig inn í lið Southampton og spilað einn leik í ensku úrvalsdeildinni. Fljótlega var þó ljóst að hann gat ekki neitt og var hann tekinn út af – eftir að hafa komið inn á! Óttarr var svipaður. Það sáu allir að hann gat ekkert í þessu ráðuneyti en það var bara ekki hægt að skipta honum út af. Því miður. Og nú erum við stödd á nákvæmlega sama stað með þetta blessaða kerfi okkar og við vorum fyrir ári. Sumir þingmenn virtust líka bara geta flotið með straumnum. Þurftu ekki að gera neitt. Létu aðra um verkin. Voru bara fyrir aftan og sögðu ekkert, gerðu ekkert og hirtu bara launin sín. Ég þoli ekki letingja og á Alþingi í fyrra voru of margir letihaugar. Mikið vona ég að fólkið sem sest næst á þing geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir, standi með sjálfum sér og vinni vinnuna sína. Ég held nefnilega að Íslendingar séu orðnir svolítið þreyttir á að alþingismenn fái 100 daga jólafrí, 60 daga páskafrí, 500 daga sumarfrí og séu almennt ekkert við hið háa ræðupúlt – heldur bara töff á Instagram og Twitter. Ég vil fá duglegt fólk á Alþingi – einhverja sem ráða við djobbið. Annars geta menn bara sleppt þessu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun